Uppgjör fyrir maí…

Í maí skokkaði ég samtals 96,3 km samkvæmt því sem ég hef skráð hjá mér í þartilgerðu excelskjali (og ekki lýgur excel!). Þannig að ég er aftur komin á ágætt skrið eftir fremur „slappan“ apríl, þar sem kílómetrarnir voru ekki nema rétt rúmlega 50.

Í  lok maí var ég því komin upp í 382 km fyrir árið 2013, og aðeins á „eftir“ áætlun, ef ég ætla að ná því að skokka 1000 km yfir árið í heild. Ef ég næ 118 km í júní þá er ég komin aftur á rétt ról. Við sjáum til hvernig það gengur, en það er í það minnsta stefnan að fara að bæði fjölga hlaupum (bæta miðvikudögum við mánudaga, fimmtudaga og föstudaga) og lengja helgarhlaupið.

Í dag fór ég hinsvegar ekki langt helgarhlaup, heldur fór í staðinn í rösklega fjallgöngu upp að steini á Esjunni og skokkaði niður. Þetta eru tæpir sjö kílómetrar og um 600 metra hækkun upp að steini. Ég var tæpar 67 mínútur upp og 39 mínútur niður. Ég fór sömu leið síðasta haust, í byrjun september, og var þá þremur mínútum fljótari – aðallega af því ég var fljótari upp (var um hálfri mínútu fljótari niður núna). Þá var ég búin að vera nokkuð dugleg í fjallgöngum um sumarið, en þetta er fyrsta fjallgangan í vor. Þó hlaupin hjálpi vissulega, þá reynir á aðeins aðra vöðva í brekkunum þannig að gott að byrja að æfa sig í því líka, sérstaklega því ég stefni á eina göngu í sumar (um Lónsöræfi). En það verður fróðlegt að sjá hvort ég fæ strengi á morgun eftir brölt dagsins.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Fjallgöngur, Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s