Virðing er hugtak sem er mér mikilvægt: að hafa virðingu fyrir sjálfri mér, fyrir öðru fólki og fyrir náttúrunni.
Einhvernvegin tengi ég það saman í huga mér að huga að heilbrigðum lífsstíl og haga lífi mínu þannig að það hafi ekki skaðleg áhrif á annað fólk eða umhverfið. Umhverfismál hafa verið rauður þráður í mínu starfi sem sérfræðingur, kennari og ráðgjafi en mig hefur lengi langað að samþætta þá þekkingu sem ég hef á umhverfismálum og sjálfbærni með markvissari hætti inn í hið daglega líf. Að lifa betur í takt við eigin gildi og tileinka mér grænan lífsstíl í meira mæli en verið hefur.
Þess vegna ákvað ég að bæta inn umfjöllun um grænan lífsstíl inn á þessa persónulegu bloggsíðu, þar sem ég hef mest fjallað um hlaup og því tengt en langar nú að flétta þessu meira saman: hreyfingu, næringu og grænum lífsstíl.
Við sjáum til hvernig gengur 🙂
(17. 3 2017)