30 daga áskoranir…

Upp á síðkastið hef ég verið að finna mér skemmtilegar leiðir til að beina athyglinni að heilbrigðum lífsstíl og koma mér upp góðum venjum. Átak eitt og sér skilar yfirleitt litlu…. maður er duglegur í smá tíma og svo gefst maður upp og fer að hugsa um eitthvað annað… en það að skora sjálfa mig á hólm að gera eitthvað í tiltekin tíma virðist virka jákvætt á mig. Sérstaklega ef það er í samvinnu við fleira fólk þannig að myndist stuðningur og stemmning í hópnum fyrir áskoruninni.

Að einhverju leyti hef ég uppgötvað þetta í gegn um hlaupin. Nú eru orðin um tvö ár síðan ég fór að hlaupa reglulega, og þar af hef ég heldið mig mjög vel við efnið síðustu 14 mánuði eða svo. Í vetur tókst mér að halda hlaupunum inni sem lífsstíl jafnvel þó að yrði mikið að gera á öðrum vígsstöðum lífsins. Innan þessa tíma hef ég sett mér ýmis konar smærri markmið og skorðað mig á hólm…. svona til að halda mér við efnið. Markmiðin gera hlaupin skemmtileg, eru hvetjandi, og sérstaklega er það gaman þegar eru fleiri saman að stefna að svipuðum markmiðum.

Þannig að ég ákvað að prófa sömu aðferð við að gera jákvæðar breytingar á matarræði. Ég er alltaf á leiðinni að vera duglegri að borða meira grænmeti og ávexti, þannig að einn daginn (þegar ég var úti að hlaupa… þá koma oft bestu hugmyndirnar 😉 ) datt mér í hug að koma af stað 30 daga áskorun að drekka einn grænan drykk á dag. Ég skellti þessari hugmynd inn á facebook, stofnaði síðan grúppu, og áður en ég vissi af var kominn 70 manna hópur. Nú er kominn dagur 26, áskoruninni fer senn að ljúka, og um 25 manns sem hafa tekið virkan þátt, þar af 15-20 verið mjög duglegir. Þeir sem fá sér grænan drykk merkja við þartilgerða stöðuuppfærslu, en síðan hefur líka verið gagnleg til að deila reynslu og upplýsingum. Ég hef aldrei áður gert svona græna drykki, þar sem salat og grænmeti er aðaluppistaðan (þó ávextir sem blandað saman við) og vissi ekkert hvað ég var að fara útí… en þetta hefur bara verið virkilega skemmtilegt. Og þó ég muni ekki endilega gera með grænan drykk á hverjum einasta degi það sem eftir er ævinnar eftir að þessu átaki er lokið, mun ég án efa nýta mér þetta talsvert mikið áfram.

Hér kemur mynd af því þegar ég var að byrja í áskoruninni og nýbúin að versla inn helstu hráefni:

Spínat, kókosvatn, chiafræ, macaduft, mango, banani, sítróna... það er hægt að setja allt mögulegt út í grænu drykkina...

Spínat, kókosvatn, chiafræ, macaduft, mango, banani, sítróna… það er hægt að setja allt mögulegt út í grænu drykkina…

Ég lét mér Grænbombuáskorunin ekki nægja, heldur er ég nú komin af stað í aðra áskorun: 30 daga magaáskorun, sem mun standa yfir 8. júní – 7. júlí (er á degi nr. 2 í dag):

Það er líka hópur á facebook í kring um þetta átak, sem hún María Einarsdóttir, samstarfskona mín á Bifröst,  hafði frumkvæði að, en ég er svolítið á eftir áætlun þar… bara rétt byrjuð og þau komin upp í dag 14. Sjáum til hvernig þetta gengur.

Þriðja „áskorunin“ sem er svo í farvatninu er 30 daga Yoga námskeið sem ég er búin að skrá mig í, sem einnig verður í gegn um netið… kennarinn í er í Nýja Sjálandi og er kona sem ég er búin að fylgjast með bloggi hjá í talsverðan tíma, eða síðan hún var að vinna við friðargæslu í Afghanistan árið 2008. Fínt að fara í þá áskorun í sumar, þegar ég verð komin í sumarfrí. Mjög spennt að sjá hvernig það gengur að finna leiðir til að flétta jóga og hugleiðslu betur inn í hið daglega líf. Námskeiðið byrjar 8. júlí (einmitt þegar magaáskoruninni lýkur).

Það er sem sagt ýmislegt í gangi í þeirri vegferð að finna leiðir til að byggja upp heilbrigðan lífsstíl. Fann það í vor að var komin tími á það að beina athyglinni meira í þessa átt, og draga úr þeim tíma sem ég stressa mig yfir vinnunni. Framundan er svo nokkurra mánaða leyfi frá vinnunni þar sem ég ætla að hella mér út í doktorsverkefnið mitt. Er þess fullviss að það að huga að heilsuni mun bara koma mér til góða í því viðfangsefni 🙂

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Markmið, Matur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s