Hvað næst?

Ég er manneskja sem þarf á markmiðum að halda. Markmiðum sem tengjast viðfangsefnum sem ég hef ástríðu fyrir og eru þess eðlis að þau toga mig út úr þægindarammanum. Mér finnst gott að hafa stór markmið, búta þau svo niður í viðráðanlega hluta og vinna að þeim í rólegheitum, skref fyrir skref. Fagna áfangasigrum og njóta ferðalagsins.

what-next

Síðustu árin hef ég haft fá en skýr, stór markmið. Ég vann að doktorsritgerð og ég varð hugfanginn af hlaupum. Setti markið á maraþon og svo á Laugaveginn. Þetta voru allt stór markmið sem tók mig nokkur ár að ná. Ég held ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi notið ferðalagsins við að ná þessum markmiðum, þó vissulega hafi ég líka stundum þurft að taka á honum stóra mínum. En það er hluti af gleðinni við að ná markmiðum: að ögra sjálfri sér og komast yfir erfiða hjalla.

En nú er svo komið að öllum þessum markmiðum er lokið. Maraþonið hljóp ég árið 2015 (og annað til tveimur árum síðar), doktorsritgerðina varði ég í lok árs 2016 og í sumar hljóp ég Laugaveginn.

Það var lítill tími til að finna fyrir tómleika þar sem ég tók upp á því að skipta um vinnu og flytja í annan landshluta. Síðustu vikur og mánuðir hafa því farið í að selja íbúð og kaupa íbúð, setja í kassa, taka úr kössum, klára verkefni í gömlu vinnunni og setja mig inn í verkefni í nýrri vinnu. Það er nóg að gerast og nóg við að vera. En samt finnst mér ég eitthvað áttalaus. Mig vantar ný markmið. Nýja tinda til að klífa. Verkefni sem ég hef ástríðu fyrir.

Þegar ég velti fyrir mér nýjum markmiðum er samt eins og ég rekist á vegg. Einhver andleg þreyta innra með mér. Þörf fyrir að hvílast. Tæma hugann. Sennilega þarf ég að gera einmitt það áður en nýju markmiðin ná að fæðast. Nota skammdegið og myrkrið til að leita inn á við. Taka tíma, rótfesta mig á nýjum stað, ná jafnvægi og treysta því að þegar sól fari að hækka á ný fæðist nýjar og spennandi hugmyndir.

Gentleness

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Hvað næst?

  1. Sigurður Þ. Magnússon sagði:

    Ganga camino á Spáni og/eða Frakklandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s