Næsta markmið: Laugavegurinn

Fyrir tæpum fimm árum skrifaði ég í dagbókina mína (þessa sem enginn fær að lesa) að ég ætti mér þann draum að hlaupa Laugaveginn einhverntíman í framtíðinni. Ekki þennan í miðbæ Reykjavíkur heldur hinn, sem liggur frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Á þessum tíma var draumurinn svo fjarlægur og óraunhæfur að ég hélt honum fyrir mig. Ég var tiltölulega nýbyrjuð að hlaupa og miðað við hraða, form og fyrri afrek þá var sú hugmynd að hlaupa 55 km utanvegahlaup fullkomnlega fjarstæðukennd.

Ég held að það hafi liðið 2-3 ár frá því ég skrifaði um þennna draum í dagbókina og þar til ég fór að þora að nefna þessa hugmynd upphátt við vel valda hlaupafélaga. Eftir að ég hljóp fyrsta maraþonið, árið 2015, fór hugmyndin að verða örlítið minna fjarstæðukennd. Kannski gæti ég þetta?

Frá því síðasta haust hef ég sagt hverjum sem er og vill heyra að sumarið 2017 ætli ég að hlaupa Laugaveginn. Æfingum vetrarins var hagað með þetta markmið í huga og í janúar skráði ég mig í bæði í hlaupið og á undirbúningsnámskeið hjá Torfa og Sigga P., tveimur reynsluboltum sem hafa verið með námskeið af þessum toga í mörg ár. Nú er sem sagt formlegt æfingatímabil fyrir Laugaveginn hafinn og framundan, næstu 16 vikurnar, eru mörg og löng hlaup. Sjálft hlaupið verður svo laugardaginn 15. júlí.

Flandrasprettur_Mars2017

Með Bergu hlaupavinkonu á góðri stundu eftir Flandrasprett. Mynd: Torfi Bergsson

Það er eiginlega ekki fyrr en síðustu 2 vikurnar sem ég hef byrjað að trúa því að kannski sé það í alvöru raunverulegur möguleiki að ég geti farið í þetta hlaup og klárað það innan tímamarka. Þó ákvörðun hafi verið tekin fyrir talsvert löngu síðan, þá var erfitt að trúa því að þetta gæti tekist. Kannski kæmist ég af stað – en ætli ég yrði stoppuð á miðri leið vegna þess að ég næði ekki tímamörkum? Þetta hefur verið minn aðalótti, miklu frekar en að óttast meiðsl eða það að ég nái ekki að halda mig við efnið í æfingum. Mér finnst gaman að hlaupa og hlakka bara til að vera á hlaupum klukkutímum saman næstu vikur og mánuði. En ég er ekkert sérstaklega hraðskreið, og allra síst í ójöfnu undirlagi.

En ég er sem sagt meira bjartsýn núna en áður að þetta takist. Ég kem „vel undan vetri“, náði að vera mjög stöðug í styrktaræfingum í skammdeginu, hélt dampi í hlaupnum og formið því ágætt miðað við árstíma. Þannig að nú trúi ég því að þetta séu möguleiki. Ég trúi því að ef allt gengur upp varðandi æfingar, ef engin meiðsli eða aðrir óvæntir þröskuldar komi upp, þá sé það raunhæfur möguleiki að ég geti hlaupið alla leið, innan tímamarka, og að ég muni koma í mark heil á húfi, glöð og sátt.

Þetta byrjar allt í huganum, ekki satt?

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s