Um mig

RM_2015Ég heiti Auður H Ingólfsdóttir, Akureyringur að uppruna og flutt aftur „heim“ eftir heimshornaflakk með 13 ára stopp í Borgarfirðinum ;). Ég er menntuð í alþjóðastjórnmálum og starfa sem sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Upphaflega var þessi bloggsíða stofnuð til að halda utan um pistla um ýmis samfélagsleg málefni en hefur með tímanum þróast í að vera blogg sem fjallar um hlaup, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Sjálf er ég enginn sérfræðingur á því sviði, nema síður sé, heldur er síðan frekar hugsuð til að halda sjálfri mér við efnið. Ef skrifin skrifin gagnast einhverjum sem er að brasast við það sama, þá er það ánægjulegur bónus.