Endurmat

„Þú þarft að mæta þér þar sem þú ert“. Þetta er ráð sem ég hef gefið mörgum sem eru að koma sér af stað í hreyfingu og betra matarræði og finnst árangurinn lítill miðað við hvar viðkomandi var staddur „einu sinni“. Og nú er komið að því að ég þarf enn og aftur að nýta þetta ráð fyrir sjálfa mig.

Það skiptir nefnilega ekki máli að fyrir ári síðan hafi ég verið að hlaupa 40 km á viku, vel á mig komin líkamlega eftir góðan vetur þar sem allt gekk upp varðandi styrktaræfingar, matarræði og rútínu. Það var gaman og gekk vel en hjálpar mér ekki núna. Nú hefur nefnilega ekki gengið alveg eins vel. Eitt og annað sem hefur komið upp á sem hefur valdið því að ég hef ekki náð að halda dampi í æfingum og hef farið af sporinu varðandi matarræði. Engin stór áföll, heldur meira svona fullt af litlum hindrunum sem saman hafa komið í veg fyrir að ég hafi getað beitt mér af fullum krafti.

Þannig að nú er staðan svona:

  1. Ég hef þyngst um 6-7 kíló frá því í síðasta sumar/haust
  2. Ég hef hlaupið 277 km frá áramótum, miðað við 470 km á sama tímabili í fyrra
  3. Ég hleyp bæði hægar og styttra en á svipuðum tíma fyrir ári síðan
  4. Ég er sennilega á svipuðum stað hvað styrktaræfingar varðar
  5. Ég er algjörlega meiðslalaus
  6. Ég er laus við páskaflensuna
  7. Ég er loksins farin að sofa almennilega aftur og þreytan sem var að plaga mig í vetur er ekki lengur að gera mér lífið leitt
  8. Snjórinn er farinn og sumarið er framundan
  9. Í þessari viku fór ég loksins að mæta á hlaupaæfingar aftur
  10. Í morgun hljóp ég 14 km, sem er lengsta hlaup ársins, og líður ágætlega í skrokknum á eftir

Þannig að í raun og veru er þetta bara fín staða. Ég er ekki á sama stað og fyrir ári síðan, en það var líka ár stórra markmiða. Nú er kannski meiri áhersla á að hafa gaman og njóta. Og hvað sem öllum litlum hindrunum og veseni líður, þá er ég á uppleið núna og það er það sem skiptir máli.

Ég er sem sagt ekki á leiðinni að setja nein PB og keppa í stórum hlaupum alveg á næstunni. Hálfmaraþon undir tveimur tímum er ekki innan seilingar. En það er allt í lagi – markmiðið er enn á sínum stað. Það tekur mig bara aðeins lengri tíma að ná því en til stóð. Núna er áherslan að komast aftur í takt og ná aftur í hlaupagleðina og ánægjuna við að vera úti að hreyfa mig í góðum félagsskap. Ég ætla að gera sem mest af því næstu vikurnar. Og ég ætla að gera það í góðri sátt við líkamann, með því að gefa honum þá hvíld sem hann þarf, muna eftir að teygja og slaka á og næra hann með mat sem styður við markmiðin framundan.

Þetta verður fínt sumar

Vestmannaeyjar_2017

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Markmið, Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s