Markmið 2: Tékk

Í gær hljóp ég 10 km í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins. Ég var 73 mínútur og 25 sekúndur á leiðinni og er þar með búin að ná hlaupamarkmiði tvö sem ég setti mér fyrir árið 2013 (sjá pistil um  markið fyrir árið 2013). Markmiðið var sem sagt að bæta 10 km tíma frá Reykjavíkurmaraþoni 2011, sem var 76,37… og ég bætti þann tíma um rúmar þrjár mínútur.

Tíminn er samt bara eitt atriði í svona hlaupum, það er ekki síður hvernig manni líður á leiðinni, hvernig stemmningin er ofrv. sem hefur með að gera hvort upplifunin verði góð. Að flestu leiti var þetta bara hið skemmtilegasta hlaup. Við fórum tvær úr Borgarnesi, ég og Berta, og lögðum af stað um klukkan fimm. Á leiðinni úr Borgarnesi vorum við mikið að spjalla, og kom í ljós að við vorum báðar búnar að vera hálf stressaðar fyrir þetta hlaup. Mér leið hálfgert eins og ég væri að verða veik um miðjan dag. Á leiðinni aftur til baka var hins vegar allur kvíði á bak og burt, endrofínið í hámarki og við glaðar og kátar.

En aftur að hlaupiinu. Við vorum komnar í Skógarhlíðina, þar sem hlaupið byrjaði, rúmlega sex. Þannig að það var nægur tími til að hita upp og gera sig klára. Hlaupið var ræst klukkan 19.00 og voru á milli 350 og 400  manns að hlaupa, ca helmingurinn í 3 km hlaupi og hinn helmingurinn í 10  km hlaupi. Báðir hóparnir hlutu samsíðis fyrsta kílómetrann en svo skildu leiðir. Hlaupaleiðin var meðfram sjónum í átt að Ægissíðunni og til baka. Góð hlaupaleið og frekar lítið af brekkum. Það var svolítill rigningarúði af og til, og á smákafla var örlítill mótvindur, en að öðru leyti var fínasta veður.

Ég átti alveg eins von á að vera síðust í hlaupinu, sérstaklega af því að það var 3km hlaup samhliða og því líklegt að þeir hægari, eða þeir sem væru að byrja, færu frekar í það. Ég hljóp ein mestallt hlaupið en það voru þó 4-5 hlauparar á eftir mér allan tíman og ég sá í 2-3 konur sem voru á undan mér stærstan hluta leiðarinnar. Sálfræðilega gerði það hlaupið mun léttara heldur en ef ég hefði verið ein, langsíðust (þó ég hafi verið búin að búa mig undir það í huganum að það gæti alveg gerst).

Fyrsta kílómetrann fór ég heldur hratt, eða var á ca 6,30 mín/km hraða – sem ég vissi að ég myndi ekki geta haldið út hlaupið, þannig að ég hægði á mér og miðaði við að reyna að vera á milli 7,15-7,30 mín/km. Tókst að halda nokkuð jöfnum hraða, nema hægðist aðeins á mér síðustu 1-2 kílómetrana, þegar ég var farin að finna fyrir þreytu.

Framan af hlaupinu leið mér ágætlega að því leiti að ég var hvorki móð né sérstaklega þreytt í líkamanum. Ég var samt ekki í neinu sérstöku hlaupastuði. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því, en það var eins og vantaði lífsorku í líkamann. Lenti í smá streitukafla vegna vinnunnar fyrir 4-5 vikum síðan og hefur ekki gengið sem skyldi að vinda ofan af því. Einhver þungi innra með mér og kvíðahnútur sem neitar að fara. Hef átt erfitt að finna fyrir gleði. En einhverntíman um miðbik hlaupsins… eða aðeins síðar, ca milli kílómetra 6 og 7, fór mér að líða betur. Og eiginlega var síðasti hluti hlaupsins… kílómetrar 7-10, skemmtilegasti hlutinn. Þó ég væri þá farin að finna fyrir líkamlegri þreytu var eins og andinn væri að vakna til lífsins og þetta hlaup var klárlega gott skref í því viðfangsefni að losa mig við þennan drunga.

Ég kom í mark sæl og sátt og ekki spillti fyrir að Berta hafði staðið sem glæsilega og bætt tímann sinn um 3-4 mínútur. Við vorum því báðar mjög ánægðar með okkur og nutum þess í botn að slaka á í pottinum fyrir heimferð.

ÉG og Berta, kátar eftir gott hlaup.

ÉG og Berta, kátar eftir gott hlaup.

Sem sagt: Í heildina hið fínasta hlaup 🙂

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Markmið 2: Tékk

  1. Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir sagði:

    Flott hjá þér og ykkur og til hamingju með hlaupið

  2. Til hamingju með hlaupið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s