12 km…

Þann 25. maí í fyrra hljóp ég 12 km og var það í fyrsta sinn í ca 20 ár sem ég hafði skokkað lengra en 10 km í einum rykk. Ég var í Rovaniemi í Finnlandi þegar þetta var, og leiðin var eiginlega öll á jafnsléttu.

Ég fór síðan ca. 3-4 sinnum síðasta sumar í hlaup sem voru lengri en 12 km, síðast í lok september 2012, rétt áður en ég tognaði. Í ár hef ég nokkrum sinnum skokkað 10 km um helgar en í gær var í fyrsta sinn sem ég rauf 10 kílómetra múrinn og fór 12 km. Að þessu sinni var ég á Akureyri, og hljóp úr Furulundinum, meðfram Hlíðarbrautinni út að Shellnesti, síðan inn á Eyri, í gegn um  miðbæðinn, inn í Innbæ og upp Naustaveginn og aftur til baka í Furulund. Brekkan upp Naustaveginn er ansi drjúg, og hátt í einn kílómetra, þannig að hún hægði aðeins á mér, en ég var engu að síður 12 mínútum fljótari með þennan hring en 12 kílómetra hringinn sem ég skokkaði í Finnlandi fyrir ári síðan. Þannig að eitthvað eru nú æfingar að skila sér, þó mér finnist stundum að ég standi endalaust í stað.

En það er víst eins gott að fara að lengja helgarhlaupin nú á næstu vikum, ef ég ætla mér að komast 21,1 km í ágúst.

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s