Hlaupamarkmið fyrir árið 2013

Nýtt ár lítur brátt dagsins ljós. Nýju ári fylgja ný  markmið. Árið 2012 var fyrsta árið í langan tíma þar sem hlaupin urðu eitthvað annað og meira en nokkurra vikna „átak“ að sumri til. Þau urðu hluti af lífsstíl. Lífsstíl sem ég ætla að halda árið 2013. Eitt af því sem ég lærði árið 2012 var hversu mikilvæg markmið eru til að gera hlaupin skemmtileg og til að halda mér við efnið. Þannig að hér koma markmiðin fyrir árið 2013:

1. Taka þátt í Flandraspretti  nr. 4 (17. janúar),  nr. 5 (21. febrúar) og nr. 6. (21.  mars). Stefni á að bæta 5 km tímann minn frá því í Fossvogshlaupinu sl. ágúst (33,56 mín) í einhverjum af þessum hlaupum.

2. Taka þátt í einu eða tveimur 10 km hlaupum í vor og/eða snemmsumars og bæta þá tímann minn frá því í Reykjavíkurmaraþoni sumarið 2011 (76,37 mín).

3. Hlaupa hálfmaraþon (21,1 km) í Reykjavíkurmaraþoni þann 24. ágúst nk. Þetta verður aðal hlaupamarkmið ársins. Mun setja mér tímamarkmið síðar, þegar ég sé hvernig æfingar ganga og hvernig gengur að ná markmiðum 1 og 2 🙂

4. Ná að hlaupa í heildina 1000 km á árinu 2013 (held að þetta sé raunsætt, miðað við að árið 2012 hljóp ég tæpa 700 km, en byrjaði samt ekki að „telja“ fyrr en um miðjan mars og minnkaði svo vegalengdir talsvert í okt/nóv/des vegna meiðsla).

5. Hafa gaman af hlaupunum, njóta félagsskapar við skemmtilega hlaupafélaga , vera í núinu og anda að mér náttúrunni þegar ég er úti að hlaupa.

Meðfram hlaupunum er þrennt sem mig langar að einbeita mér að, bæði til að gera hlaupin skemmtilegri og að auka almenn lífsgæði:

–          Hugleiðsla (koma á þeirri venju að hugleiða a.m.k. 10-15 mínútur á hverjum morgni)

–          Styrktaræfingar (langar að prófa Pilates námskeið 1x í viku eftir áramót)

–          Matarræðið (borða  hóflega og velja næringarríka og holla fæðu).

Svo er auðvitað allt mögulegt annað sem ég ætla að einbeita mér að á næsta ári, bæði sem snýr að vinnu, námi og því að rækta tengsl við fjölskyldu og vini. Jú, og svo einhver ferðalög sem eru líka á dagskránni. En þar sem ætlunin er að beina sjónum helst að hlaupunum og öðru sem snýr að heilbrigðum lífsstíl á þessu bloggi, þá er fókusinn hér á þá þætti.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s