Nóvemberuppgjör

Kannski að bera í bakkafullan lækinn að vera með uppgjör eftir nákvæma skrásetningu undir merkjum „síðbúins meistaramánuðs“ en set samt inn nokkrar línur.

Samtals fór ég níu sinnum út að hlaupa í nóvember, eða 60 km. Tók 9 daga hlaupahlé vegna hnémeiðsla en fór rólega 5 km í gær, síðasta dag mánaðarins, og gekk það ágætlega.

Ég var dugleg að synda, fór alla sunnudaga og einu sinni í miðri viku líka, og synti samtals 2,2 km. Fór líka fjórum sinnum í hot yoga. Þannig að í heild var þetta bara nokkuð góður mánuður hvað hreyfingu varðar, þrátt fyrir hlaupapásu.

Nú er ég komin upp í samtals 885 km hlaup árið 2013. Markmiðið var að ná 1000 km á árinu, en það mun tæpast nást. Fer í langt og erfitt ferðalag í desember og svo tekur jólahátíðin við. En ég ætla samt að halda mig við efnið, flétta hreyfingu inn í ferðalagið, nýta mér líkamsræktaraðstöðu á hótelum ofrv.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Nóvemberuppgjör

  1. Mér finnst þú alveg mögnuð, 885 km hlaupandi!! Það er ekkert lítið 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s