Síðbúinn meistaramánuður – Vika 4

Þessi vika bar það með sér að skammdegið hefur nú lagst á með fullum þunga og ég orðin heldur lúin á skrifum eftir að hafa setið við í mánuð. En hér kemur yfirlit yfir viku fjögur:

Markmið 1: Skrifa eitthvað í ritgerðinni á hverjum virkum degi í mánuðinum.

Föstudagur 22.11 – 0 orð (dagurinn fór í að bíða á slysadeild til að láta athuga hnéið á mér)

Mánudagur 25.11 – 548 orð

Þriðjudagur 26.11 – 882 orð!

Miðvikudagur 27.11 – 122 orð

Fimmtudagur 28.11 – 0 orð

Samtals:  1552 orð. Tveir sæmilegir skrifdagar, einn slappur og tveir sem ég skrifaði ekki neitt. Á miðvikudag og fimmtudag var ég einfaldlega í mestu vandræðum með að einbeita mér og dagarnir fóru á hálfgert „hangs“ við tölvuna. Sem betur fer hefur mér tekist að mestu að halda mig við efnið þessar vikur, og þá daga sem lítið hefur verið skrifað hef ég yfirleitt verið að gera eitthvað uppbyggilegt sem tengist ritgerðinni, t.d. að lesa og grúska í heimildum. En nú finn ég að ég er farin að þreytast ansi mikið á því að sitja bara við og skrifa, og er tilbúin að setja ritgerðina í smá bið og sinna öðrum verkefnum.

Síðustu fjórar vikur hef ég hinsvegar náð að skrifa tæp 15,000 orð af fræðilegum texta, sem er rúmlega BA ritgerð, og ætla bara að vera sátt við það.

Markmið 2: Hlaupa 20-25 km í viku og önnur hreyfing (cross training) 1-2 x í viku.

Föstudagur 15.11 – Hvíld

Laugardagur 16.11 – 15 mín styrktaræfingar (magi og bak)

Sunnudagur 17.11 – Skriðsund (750 metrar) + 15 mín styrktaræfingar (magi og bak)

Mánudagur 18.11 – Hot Yoga (60 mín) + 15 mín styrktaræfingar (magi og bak)

Þriðjudagur 19.11 – 15 mín styrktaræfingar

Miðvikudagur 20.11 – Hvíld

Fimmtudagur 21.11 – Hot Yoga (75 mín)

Sleppti hlaupunum alveg, skv. læknisráði (sjá síðustu viku), en bætti í staðinn inn einum hot yoga tíma á mánudag og gerði síðan bak og styrktaræfingar sem ég fann á netinu, sem miða að því að styrkja miðjuna. En ég hef ekkert fundið fyrir hnéinu eftir síðasta föstudag, þegar ég fékk þennan óvænta sting, þannig að aldrei að vita nema ég prófi létt skokk aftur um helgina.

Markmið 3: Elda einhvern nýjan rétt í kvöldmat öll sunnudagskvöld

Eldaði kjúklingarétt með mangósósu og avókadósúkkulaðibúðing í eftirrétt. Kjúklingarétturinn ekki nýr réttur, en bara svo góður að mig langaði að gera hann aftur (hef gert hann 2-3 sinnum áður).

Markmið 4: Klára það sem ég er að prjóna núna fyrir jól

Komin langt með hekluðu blúnduna utan um slána. Klára heklið sennilega nú um helgina og þá er bara eftir að sauma flísið inn í.

Eins og við var að búast hefur eitt og annað komið upp á. Lífið er alltaf að færa manni einhver óvænt verkefni hér og þar. En í heildina held ég að markmiðasetningin hafi hjálpað mér að halda mig við efnið og sinna betur því sem ég ætlaði mér að vinna að í þessum mánuði. Þetta var mánuður sem ég var m.a. að æfa mig í aga og að halda góðum takti í verki sem tekur langan tíma. Það er auðvelt að fallast hendur þegar setið er fyrir framan auðan tölvuskjá og framundan er að skrifa verk sem er svo miklu stærra og umfangsmeira en ég hef gert áður. En ferðalagið sem felst í skrifunum er hafið og þó enn sé heill hellingur eftir er ég komin á góðan skrið.

Læt þar með þessum pistlum frá síðbúnum meistaramánuði lokið að sinni 🙂

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Síðbúinn meistaramánuður – Vika 4

  1. Frábær leið til að halda fókus er að setja sér raunhæf markmið, búa til plan, fara eftir því og meta svo árangurinn 😉 Glæsilegur meistari!!
    Hlakka til að sjá slána 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s