Tvö ný PéBé í 10 km

Fyrsta maraþonið nálgast óðfluga og hefur verið nóg að gera við að æfa fyrir það. Á síðustu tveimur vikum tók ég þátt í tveimur 10 km hlaupum og bætti tímann minn í bæði skiptin. Fyrra hlaupið var Adidas Boost hlaupið í Reykjavík þann 29. júlí. Þar hljóp ég á 55,52 sem var bæting upp á tvær og hálfa mínútu miðað við besta 10 km tímann minn frá því í september 2014. Laugardaginn 8. ágúst tók ég þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi og bætti þá tímann um 10 sekúndur og hljóp á 55,42. Bæði þessi hlaup eru á frekar sléttri braut og aðstæður voru ágætar í bæði skiptin. Hér kemur stutt frásögn af hvoru hlaupinu fyrir sig.

Adidas Boost hlaup

Þetta er nýtt hlaup og var greinilega skipulagt með það í huga að um bætingarbraut væri að ræða. Vel auglýst, mikið af flottum vinningum (bæði fyrir verðlaunahafa og útdráttarverðlaun). Flott hlaup en klikkaði samt á nokkrum grunnatriðum eins og aðgengi að klósettum eða kömrum fyrir hlaup, hvar ætti að ná í keppnisgögn ofl. En þetta verður væntanlega lagað fyrir næsta skipti.

Ég fór í hlaupið ásamt tveimur hlaupafélögum úr Flandra, þeim Stefáni og Gunnari. Ég var ekki sérlega vel upplögð þennan dag. Hafði farið í erfiða fjallgöngu tveimur dögum fyrr og með frekar mikla strengi í lærunum. Einhver óróleiki í maganum líka. Ákvað samt að láta það ekki stoppa mig og fann svo sem ekki fyrir þessu þegar ég var lögð af stað. Hlaupið byrjaði upp aflíðandi brekku en var síðan annað hvort á jafnsléttu eða niðri móti stærstan hluta leiðarinnar nema síðustu 500 metrana var aftur aðeins uppi á móti. Ég var 27,25 mín með fyrri 5 kílómetrana, eftir 7,5 km var klukkan í ca 41,30 en svo missti ég aðeins niður hraðann síðustu 2 kílómetrana…. eða sérstaklega síðasta kílómetrann (sem var, eins og fyrr segir, aðeins upp á móti) og lokatíminn var 55,52. Var mjög sátt við það, sérstaklega í ljósi þess að ég var í raun ekki í neitt sérstöku stuði þennan dag.

Eftir hlaup var mikið húllumhæ, hitti fullt af fólki, bjór, hámark, bananar og fleira í marktjaldinu og svo útdeilt fullt af verðlaunum. Fékk samt engin verðlaun sjálf nema auðvitað PéB-ið mitt sem var svo sem alveg meira en nóg 🙂 Við drifum okkur svo í pottinn í Árbæjarlaug og svo fengum við okkur hamborgara á American Style um tíuleytið, áður en við brunuðum aftur í Borgarnes. Ég fær mér sjaldan hamborgara og hef aldrei fengið mér slíkt strax eftir hlaup. Komst að því að það er ekki góð hugmynd fyrir mig. Fór illa í maga og ég var veik alla nóttina og eins og drusla næsta dag. Gjörsamlega orkulaus.

Brúarhlaupið

Mig langaði að prófa annað 10 km hlaup á degi sem ég væri aðeins betur upplögð og Brúarhlaupið var tilvalið til þess. Slétt braut og Selfoss í passlegri fjarlægð frá Borgarnesi fyrir dagsferð. Þannig að á laugardagsmorgni dreif ég mig í bíltúr og var komin á Selfoss um 10.30 (hlaupið byrjaði 11.30). Á Selfossi hitti ég Ingu Dísu, hlaupafélaga úr Flandra, og við hituðum upp saman og fórum að byrjunarlínunni. Ég var mun betur upplögð en í fyrra hlaupinu og viss um að ég ætti innistæðu fyrir smá bætinu í viðbót. Fór sennilega heldur of hratt af stað því fyrstu 2 km voru á 5,18 meðalhraða og fyrri 5 km voru á 27,10 (10 sekúndum hraðari en besti tíminn minn í 5 km). Kom í ljós að ég gat ekki haldið þessum hraða, eftir 7,5 km var tíminn 41,20 og þessi kafli (5-7,5 km) var því 5 sekúndum hægari en í hlaupinu vikunni á undan og síðustu 2,5 km voru á alveg sama hraða síðast. Þannig að ég var 15 sekúndum fljótari með fyrri hlutann en 5 sekúndum lengur með seinni hlutann og náði í heildina 10 sekúndna betri tíma (55,42). Mér leið ágætlega eftir hlaupið og var fín þegar ég vaknaði næsta dag, þannig að í heildina var ég sáttari við þetta hlaup en hið fyrra þó bæði hafi verið lærdómsrík.

Nú eru bara tæpar tvær vikur í maraþon og ég finn að ég er orðin bæði spennt og stressuð. Hef náð að æfa nokkuð vel, fylgt áætlun svona 90 prósent og nú þarf ég bara að vinna með hausinn á mér og treysta því að æfingar undanfarinna mánaða skili mér í mark. Og muna að njóta og hafa gaman 🙂

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Keppni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s