4 skóga hlaupið

Þann 25. júlí hljóp ég 17,6 km í 4 skóga hlaupinu í Fnjóskadal. Lauk hlaupinu á rétt rúmum tveimur tímum eða 2.00,33. Þetta var virkilega skemmtilegt hlaup í fallegu umhverfi.

Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt í skemmtiskokki (4,3 km) í 4 skóga hlaupinu; fyrst árið 2012, þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð að hlaupa, og aftur í fyrrasumar (2014) en þá hafði ég ætlað að hlaupa 17,6 km en varð að breyta um áætlun vegna meiðsla í hné sem höfðu verið að hrjá mig vikurnar á undan. Það var því kominn tími til að glíma við aðeins lengri vegalengd í þessu hlaupi.

Spáin var frekar óljós fyrir daginn og um morguninn, þegar lagt var af stað frá Akureyri, var veðrið satt að segja ekki  mjög spennandi því það hellirigndi. Þegar komið var á Bjarmavöll í Vaglaskógi var enn rigning, þó ekki eins mikil og hafði verið á Akureyri. Ég tók létt upphitunarskokk og rigndi aðeins á mig þá, en svo þegar kominn var tími til að fara í rútuna sem keyrði okkur á upphafsstað þá hætti rigninginn og hélst þurrt allan tíman sem ég var að hlaupa.

Til í tuskið.... nokkrum mínútum áður en ég lagði af stað.

Til í tuskið…. nokkrum mínútum áður en ég lagði af stað.

Þessi leggur hlaupsins byrjaði við Illugastaði og var hlaupið í gegn um 3 skóga: Þórðarstaðarskóg, Lundsskóg og Vaglaskóg. Leiðin í gegn um fyrsta skóginn var talsvert mikið upp og niður á frekar grófum malarstíg, síðan var beinn og breiður malarvegur í gegn um Lundsskóg en brautin varð aftur aðeins erfiðari þegar komið var inn í Vaglaskóg. Mér fannst leiðin hins vegar mjög falleg og virkilega naut þess að hlaupa þó ég færi aðeins hægara yfir en ég hafði ætlað mér vegna þess hvað var mikið um brekkur (stefndi á meðalhraða 6,30 m/km en var á endanum á meðalhraða 6,51 m/km).

Þetta var eitt af þeim hlaupum sem ég virkilega náði að njóta á meðan á því stóð. Það var enginn kvíði í mér fyrir hlaupið, mér leið aldrei illa á leiðinni þó ég tæki sæmilega á og á nokkrum stöðum fylltist ég gleði yfir því hvað þetta var gaman og þakklæti yfir að ég hefði heilsu til að geta stundað þetta áhugamál.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Keppni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s