Uppgjör fyrir júní

Júní var mánuður þar sem ég vann markvisst að stóru markmiðunum. Sat við skriftir allar mánuðinn og var tilbúin með drög að doktorsritgerðinni í byrjun júlí. Og æfingar fyrir maraþonið í ágúst byrjuðu fyrir alvöru með helgarhlaupum sem fóru alveg upp í 30 kílómetra. Setti nýtt met yfir heildarfjölda kílómetra í einum mánuði og hljóp rétt rúmlega 200 km, þrátt fyrir að hafa meitt mig í tá og þurft að sleppa einu löngu hlaupi og 1-2 styttri.

Ég tók þátt í einu keppnishlaupi í júní, hálfmaraþoni á Mývatni þann 6. júní. Það gekk ágætlega. Var 8 mínútum fljótari en á sömu braut fyrir ári síðan og einni mínútu lengur en besti tíminn minn í hálfmaraþoni (frá því í RM í ágúst 2015). Þar sem ég var í miðjum æfingum fyrir maraþonið þá setti ég ekki 100% orku í hálfmaraþonið heldur tók meira þátt til gamans. Átti  því ekki von á að bæta besta tímann og var bara sátt við árangurinn. Var gott veður, margir sem ég þekkti og var hið skemmtilegasta hlaup.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Doktorsrannsókn, Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s