Icelandair hlaup og uppgjör fyrir apríl

Í gær tók ég þátt í 7 km Icelandair hlaupi.Var búin að setja mér það markmið fyrir hlaupið að hlaupa á 5,40 m/km og ná tímanum 39,40 mín. Hlaupið gekk hins vegar vonum framar og ég var 38,20 mínútur að klára hlaupið. Þetta er rúmlega tíu mínútna bæting á 7 km tímanum mínum (hef ekki tekið þátt í 7 km hlaupi í tæp tvö ár) og ég var rúmlega 11,33 mínútum fljótari en í sama hlaupi fyrir tveimur árum síðan (sjá lýsingu á því hlaupi hér).

IcelanderHlaup_samanburdur

Þetta gekk sem sagt vel og var skemmtilegt. Fyrsti kílómetrinn var hægastur (lenti í troðningi), kílómetri númer tvö sá hraðasti, en svo hélt ég sæmilega jöfnum hraða út hlaupið og var meira að segja á örlítið betri meðalhraða síðustu 2 km miðað við fyrstu 5 km. Við vorum sjö sem hlupum frá Flandra og það gerði hlaupið líka skemmtilegra að vera í góðum félagsskap. Fórum svo í pottinn á eftir og brunuðum svo heim í Borgarnesið.

Mér finnst alltaf smá vesen að finna út hvernig er best að nærast fyrir hlaup sem eru tímasett svona á kvöldmatartíma. Í þetta sinn borðaði ég staðgóðan hádegismat á Bifröst (grænmetisbaunabollur, hrísgrjón + salat), fékk mér einn lítinn snúð á fundi sem ég var á klukkan 14:30, ásamt kaffi og vatni, og svo gleypti ég í mig banana og vanilluhámark klukkan 16:30, um leið og ég var að koma mér í hlaupafötin. Þetta virkaði ágætlega. Nógu stutt síðan ég borðaði til að ég var ekki svöng en nógu langt til að maginn var ekki upptekinn við að melta.

Ég átti eftir að skrifa uppgjör fyrir aprílmánuð. Hann fór nú ekki alveg eins og til stóð. Ég hljóp 121,8 km í mánuðinum. Gekk vel fyrstu 20 dagana og ég var búin að fylgja alveg æfingaplani, bæði hvað varðar hlaup og styrktaræfingar, með það í huga að hlaupa hálfmaraþon í vormaraþoni laugardaginn 25. apríl. Þann 22. apríl veiktist ég hins vegar af einhverri leiðindaflensu. Lá í rúminu í þrjá daga með háan hita og beinverki og var svo hundslöpp aðra þrjá daga í viðbót. Þannig að ég tók mér hlé frá hlaupunum í heila viku og tók svo bara 2 róleg hlaup vikuna þar á eftir. Er í raun bara í þessari viku sem ég er komin á fullt skrið aftur. Var auðvitað frekar fúl að missa af hálfmaraþoninu, en ég var hins vegar svo óskaplega þakklát fyrir að ná að vera orðin frísk á einni viku, því um síðustu helgi fór ég í stutta ferð erlendis, og það var mikilvægara fyrir mig að ná að vera sæmilega hress þá daga heldur en að taka þátt í hlaupinu. Þannig að allt fór þetta eins og það átti, og kannski var bara gott fyrir líkamann að taka sér smá hvíld frá hlaupunum. Hef ekki tekið svona langa pásu frá því síðasta sumar, þegar ég meiddi mig í hnéinu.

Hvað önnur markmið varðar þá skrifaði ég lítið í apríl í ritgerðinni. Það mun standa til bóta í maí og júní, þar sem kennslan er núna búin og ekkert annað en skrif og hlaup á dagskrá í vor. „Fókus“ er mantra næstu vikna 🙂

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s