Marsmánuður – uppgjör

Mars var þriðji lengsti hlaupamánuðurinn frá því ég fór að skrá hjá mér hlaupin fyrir þremur árum síðan, en ég hljóp samtals 157,1 km í mánuðinum (lengsti mánuðurinn fram að þessu var september 2014 þegar ég hljóp 174,8 km). Þar munaði um bæði að helgarhlaupin fór að lengjast (16 km/16km/18km/20km) og að ég bætti inn einu rólegu aukahlaupi inn í hverri viku og fór því 4x í viku út að hlaupa og einu sinni í ræktina til að gera styrktaræfingar. Ég tók þátt í tveimur 5 km hlaupum, fyrst Flandraspretti þann 19. mars (27,33) og svo FH hlaupinu í Hafnarfirði viku síðan (27,21). Þannig að ég er mjög sátt og ánægð með hreyfinguna í  marsmánuði…. ekki síst að hafa náð að halda áætlun að mestu leyti þrátt fyrir leiðindaveður á köflum.

Varðandi önnur markmið, þá gengu ritgerðarskrif ekki alveg jafn hratt fyrir sig og í febrúar. Skrifaði ekki nema 3200 orð (samanborið við tæp 6000 orð í febrúar). Duttu út einhverjir skrifdagar og svo gekk misvel að einbeita sér. En ég er samt langt því frá að örvænta. Orðafjöldi er ekki allt og það fór talsverður tími í ritgerðina þó það væri ekki endilega bein skrif. Fékk t.d. og fór yfir athugasemdir frá leiðbeinanda, endurraðaði ákveðnum köflum og las og kynnti mér nýjar heimildir sem voru að koma út.

Framundan er apríl. Veit ekki hvað ég næ að skrifa í þeim mánuði. Ýmis önnur verkefni sem þurfa að hafa forgang, svo sem einkunnargjöf, þátttaka í ráðstefnu og smá aukakennsla í HÍ, en vonast samt til að ná nokkrum skrifdögum. Svo verður tekið á því í maí og júní 🙂

Hvað hlaupin varðar stefni ég á hálfmaraþon í vormaraþoni laugardaginn 25. apríl. Þetta verður ákveðið stöðutékk áður en ég helli mér út í maraþonþjálfunina í sumar.

Fyrir fimm árum síðan, þegar ég var fertug í Kanada, nýbyrjuð í doktorsnáminu og í afleitu líkamlegu formi, ákvað ég að ég ætlaði að koma mér aftur í hlaupaform og setti mér það markmið að bæta þolið jafnt og þétt meðfram náminu þannig að ég yrði tilbúin til að hlaupa maraþan um það leyti sem að ég kláraði doktorsritgerðina. Ég miðaði við 45 ára afmælið mitt þann 22. ágúst. Og nú er sá tími að koma og mér finnst ég vera tilbúin í lokaátökin… bæði hvað varðar skrifin og að auka vegalengdirnar í hlaupunum. Þetta verða krefjandi og skemmtilegir mánuðir framundan.

YouCanDoIt

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Doktorsrannsókn, Hlaup, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s