Síðasti Flandrasprettur vetrarins

Síðasti Flandrasprettur vetrarins var á fimmtudag. Ég bætti tímann minn um 1,10 mín og hljóp á 27,33 mín. Skemmtilegt hlaup og ég var mjög sátt við tímann og hvernig mér leið í sjálfu hlaupinu.

Flandrasprettur_Mars2015

Ég fór á námskeið í núvitund þennan sama dag, fyrir hlaupið, og gat nýtt mér það sem við ræddum þegar ég var að hlaupa. Að beina athyglina að augnablikinu, njóta þess að finna hvernig ég var að taka á öllum vöðvum, að finna regnúðann í andlitinu og að finna gleðitilfinningu innra með mér. Gleyma öllu öðru.

Ég hljóp á frekar jöfnum hraða, var 10,48 mín fyrstu tvo kílómetrana (5,24 pace) og meðalhraðinn í heild var 5,28. Þetta er hraði sem ég lét mig ekki einu sinni dreyma um fyrir ekki svo löngu síðan. Gaman að líta til baka og minna mig á hvaðan ég er að koma. Í mars 2013 hljóp ég síðasta Flandrasprettinn á 33,59 mín, í mars 2014 var tíminn 32,16 og núna 27,33. Í fyrra tók ég hröðum framförum sem tengdist ekki aðeins æfingum heldur ekki síður því að ég léttist mikið (15 kg á sex mánuðum). En framfarirnar núna síðustu mánuði felast fyrst og fremst í góðum æfingum. Hef lést örlítið í viðbót (2 kg frá áramótum), hef hlaupið heldur meira en á sama tíma í fyrra, en stærsta breytingin er sennilega sú að ég hef tekið styrktaræfingar fastari tökum.

Nú eru að verða fjögur ár síðan ég ákvað að gera hlaupin að lífsstíl. Með hverju árinu festa þau sig fastar í sessi í mínu daglega lífi og ég er farin að tengja við þá hugmynd að ég sé hlaupari. Er augljóslega ekki sú hraðasta, en hef færst frá því að vera yfirleitt sú hægasta í þeim hópum sem ég hleyp í, yfir að vera á svona miðlungshraða. Þó hraði sé ekki endilega eitthvað aðalmarkmið, þá er samt gaman að geta náð að fylgja öðrum, þó ekki sé nema vegna félagsskaparins. Það dregur líka úr stressi fyrir tímatökuhlaup að hafa ekki endalaust áhyggjur af því að vera langsíðust í mark. Ég var reyndar orðin ansi góð í að peppa mig upp og minna mig á að einhver þyrfti að vera síðastur og það væri bara allt í lagi ef það væri ég. Lét það ekki stoppa mig. En samt gott að vera „útskrifuð“ frá þeim stað…. a.m.k. í bili.

Eitt af því sem hefur komið mér á óvart er hversu ástríðan fyrir hlaupunum hefur haldist og mér finnst þetta alltaf jafn gaman. Hef ekki enn fengið leið á því að fara út að hlaupa. Þvert á móti þá finnst mér það sífellt meira gaman. Veit ekkert hvað það endist lengi. Kannski í eitt ár í viðbót, kannski næstu tíu árin, kannski þar til ég dey. Það skiptir svo sem ekki máli. Veit bara að núna hentar þessi lífsstíll mér vel, hreyfingin færir mér vellíðan og allt stússið, félagsskapurinn, viðburðirnir, það að vinna að ákveðnum markmiðum….allt gerið þetta lífið skemmtilegra. Þannig að ég er óendanlega þakklát fyrir hlaupin og það sem þau hafa gefið mér.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Keppni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s