Febrúarannáll

Febrúarmánuði lokið og dimmasti tíminn liðinn. Framundan er vorið með öllum sínum vonum og væntingum. Birtan komin núþegar þó eitthvað þurfi að bíða lengur eftir sól og hita.

Febrúar var umhleypingarsamur og ekki alltaf auðvelt að drífa sig út og hreyfa sig. Engu að síður hélt ég mig ágætlega við efnið og hljóp samtals 127 km í mánuðinum. Ég tók þátt í 10 km Powerade hlaupi í Reykjavík í fyrsta sinn og setti nýtt PB í 5 km í Flandraspretti þann 19. febrúar (28,43). Ég fór þrisvar sinnum í stutta fjallgöngu (60-75 mín) og fjórum sinnum í sal til að gera styrktaræfingar.

Varðandi skrifin, þá mjakast þau líka áfram skref fyrir skref. Ég skrifaði samtals 5700 orð í febrúar og heildarorðafjöldi var kominn upp í 37,700 orð í lok febrúar. Eftir 35 þúsund orð pantaði ég mér nuddtíma sem sérstök verðlaun og ætla að reyna að gefa sjálfri mér eitthvað smá dekur á 5000 orða fresti. Næst stefni ég á fótsnyrtingu…. þegar ég verð komin upp í 40 þúsund orð (sem verður væntanlega upp úr miðjum mars, kemst ekki mikið í að skrifa á næstunni).

Annars var þetta mánuður sem leið sæmilega átakalaust. Í mars stefni ég að því að auka talsvert kílómetramagnið í hlaupunum því ég ætla að hlaupa hálfmaraþon í lok apríl. Annars er það bara sama dagskrá: Kenna, skrifa, hlaupa og vera glöð 🙂

BeHappy

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Doktorsrannsókn, Hlaup, Hreyfing, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Febrúarannáll

  1. Mikið gaman, mikið fjör hjá okkur í mars 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s