Tímatökuhlaup í desember, janúar og febrúar

Ég hef alveg gleymt að blogga um tímatökuhlaup sem ég hef tekið þátt í á síðustu vikum. Eftir hálfmaraþonið í Munchen í október hélt ég áfram að hlaupa reglulega en slakaði á varðandi styrktaræfingar, hraðaæfingar og þess háttar. Tók samt þátt í Flandraspretti í desember, í frekar léilegu færi, og var 32,15 mín á leiðinni. Var svo sem bara sátt við það miðað við aðstæður.

Frá því í byrjun janúar hef ég síðan æft með skipulagðari hætti og með það að markmiði að koma sterk inn í vorið og sumarið. Fæ meira að segja sendar mánaðarlegar æfingaáætlanir frá fjarþjálfara, sem hjálpar mjög mikið til við að halda fókus og passa upp á hæfilegan stíganda í æfingum.

Allavega, ég tók þátt í Flandrasprettum bæði janúar og febrúar. Í janúar var kalt (7-8 stiga frost) og snjór en samt sæmilegt færi. Ég bætti talsvert tímann minn frá því í desember (hljóp á 30,32 mín). Í gær var svo febrúarspretturinn og loksins var orðið autt og fínasta færi. Ég bætti ekki bara tímann miðað við janúar Flandrasprettinn heldur bætti ég líka 5 km PB-ið mitt um 56 sekúndur (sem ég setti í ÍR hlaupinu í apríl 2014). Ég kláraði hlaupið á 28,43 mín og var alsæl og sátt með hlaupið.

Í síðustu viku tók ég líka þátt í 10 km Powerade hlaupi í Reykjavík í fyrsta sinn. Hefur lengi langað að taka þátt í Powerade hlaupi en verið rög af ótta við að ég myndi villast í myrkrinu þar sem ég þekki lítið til stíganna í Elliðaárdalnum (og það eru engir brautarverðir). En svo var bara mjög gaman og mér tókst að hanga í öðrum hlaupurum þannig að ég hélt mig á réttum stíg alla leið 😉 Tíminn minn var svo sem ekkert sérstakur, eða 64,23 (6 mín lengur en besti 10 km tíminn minn). Var mjög þröngt fyrsta kílómetrann og aðstæður svolítið erfiðar, kalt og snjór á stígum. En það var samt aðallega þreyta síðustu 3 kílómetrana sem hægði á mér. Var 43 mínútur með fyrstu 7 kílómetrana en tók mig síðan rúmlega 21 mínútur að komast síðustu þrjá. En það var svo sem ekki markmið að bæta tíma í þessu hlaupi, heldur bara að prófa og hafa gaman af…. sem ég gerði 🙂

Þátttaka í almenningshlaupum krydda verulega upp á tilveruna. Alltaf gleði og kátína í lofti, skemmtileg stemmning og gaman í pottinum á eftir, þegar endrofínið flæðir um líkamann.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Keppni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s