Seigla

Það er ekki að ástæðulausu að félag doktorsnema við Félagsvísindasvið (sem ég er algjörlega óvirkur félagi í) heitir Seigla. Það er sjálfsagt enginn eiginleiki mikilvægari í doktorsnámi en einmitt sá að geta seiglast áfram, líka þegar maður vildi gjarnan vera að gera eitthvað annað. Seigla er mér ofarlega í huga núna. Mér finnst hún skemmtilegra og fallegra orð en bæði „þrjóska“ og „agi“, sem einnig eru hugtök sem mætti nota í þessu samhengi. Seigla felur ekki endilega í sér hörku (sem ég tengi við orðið „agi“) og hún þarf ekki heldur að vera ósveigjanleg (sem orðið „þrjóska“ ber með sér). Þvert á móti, þá getur seigla falið í sér bæði mýkt og sveigjanleika. Og það er einmitt það sem ég þarf þessa næstu mánuði. Að finna leið til að halda mig við efnið, gefast ekki upp, en dvelja engu að síður í mýkt og kærleika. Upplifa gleðina í ferðalaginu.

Janúar hefur kvatt og febrúar tekur við. Mikið er ég fegin. Janúarmaður hefur verið kaldur. Snjór og umhleypingasamt. Ég verð alltaf svo glöð þegar fer að birta. Mér þótti myrkrið óvenju erfitt að þessu sinni og þurfti heilmikið fyrir því að hafa að halda í lífsgleðinu í desember og janúar. En það stendur allt til bóta 🙂

Þrátt fyrir að finnast þessi janúarmánuður svolítið þungur, þá er ég samt nokkuð sátt þegar ég lít til baka og skoðað hvernig hefur gengið í að mjakast í átt að markmiðum ársins:

Ég skrifaði u. þ.b. 5000 orð og er komin vel af stað í aðalkafla ritgerðarinnar. Mestu munaði um skrifhelgi í sumarbústað snemma í janúar, en hef þó haldið áfram að potast áfram eftir það.

Ég hljóp samtals 121,5 km, synti 3,25 km, fór fjórum sinnum í tækjasal auk nokkurra göngutúra.

Matarræðið komst í réttan farveg eftir smá jóla- og áramótasukk

Framundan er febrúar og mantra þessa mánaðar er einföld: „Just keep going“

keep-going2

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Doktorsrannsókn, Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s