Markmið fyrir árið 2015

Markmiðin mín fyrir árið 2015 eru frekar einföld:

  • Klára doktorsritgerðina
  • Hlaupa maraþon
  • Iðka þakklæti

Útfærslan á því hvernig ég fer að því að ná þessum markmiðum verður sennilega aðeins flóknari og hér kemur smá útlistun á því hvaða skref ég hef tekið til að auka líkurnar á að markmiðin verði að veruleika.

Doktorsritgerð: Ég ætla að minnka við mig vinnu fyrri hluta árs 2015 og fókusera á skrifin. Hef verið að prófa mig áfram undanfarið hvernig ég næ bestu einbeitingunni, t.d. hvaða tíma dags sé best að skrifa, hvort sé betra að skrifa í skorpum eða jafnt og þétt, heima eða að heiman og svo framvegis. Ég stefni á eina helgi í bústað í janúar en annars ætla ég að skrifa sem mest heima við. Þriðjudagar verða fastir skrifdagar og helst vil ég ná einum öðrum skrifdegi í hverri viku, en gæti verið mismunandi hvaða dagur það yrði eftir því hvað annað er á dagskrá.

phd thesis

Maraþon: Ég ætla að hlaupa mitt fyrsta maraþon þann 22. ágúst 2014, daginn sem ég verð 45 ára. Þetta þýðir heldur fleiri og lengri æfingar en áður. Ég mun halda áfram að hlaupa með Flandrafélögum en hef einnig farið í samstarf við fjarþjálfara til að fá hjálp við að vera markvissari í æfingum. Ég er með ýmsa aðra hlaupaviðburði í huga sem mig langar að taka þátt í á árinu, en ég lít meira á þá sem vörður í átt að þessu aðalmarkmiði, fremur en sjálfstæð markmið (að öðru leyti en því að eins og alltaf, þá er hluti af öllum markmiðum sem ég set að njóta ferðalagsins við að ná þeim).

marathon

Þakklæti: Ég er nýbúin að lesa bók þar sem mikið er fjallað um þakklæti og hversu miklu máli það geti skipt fyrir innri líðan að iðka þakklæti meðvitað á hverjum einasta degi. Það sé í raun forsenda þess að upplifa djúpa og nærandi gleði. Þá er ég ekki að tala um að vera alltaf að þakka fyrir sig í tíma og ótíma (þó það sé góður siður að segja takk), heldur snýst þetta meira um að finna fyrir þakklætistilfinningu innra með sér og beina athyglinni sem mest að því jákvæða í kring um sig, bæði í hinu stóra og smáa. Mér datt í hug að nýta mér samfélagsmiðla til að hjálpa mér að festa athyglina sem best við þetta markmið. Ég mun því taka myndir af hinu og þessu sem vekur hjá mér þakklætistilfinningu og deila þessum myndum á Instagram (#gratitude2015; #þakklæti2015).

GratitudeBreneBrown-800x600

p.s. Bóking heitir: „The Gifts of Imperfection“ eftir Brene Brown. Mæli með henni fyrir þá sem hafa áhuga á uppbyggilegum sjálfsræktarbókum.

BreneBrown

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Doktorsrannsókn, Hlaup, Hreyfing, Markmið, Sjálfsrækt. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s