Tindahlaup í Mósó og uppgjör fyrir ágúst

Tók þátt í svakalega skemmtilegu utanvegahlaupi í Mosfellsbæ í gær, svokölluðu Tindahlaupi. Hægt var að velja um að fara á sjö tinda, fimm tinda, þrjá tinda eða einn tind. Þetta var í fyrsta sinn sem stysta vegalengdin var í boði og hún smellpassaði fyrir mig. Þessi stysta útgáfa var sem sagt 12 km hlaup (mældist reyndar 12,6 km á mínum Garmin) þar sem fyrstu 4 km voru á stígum í gegn um Mosfellsbæ, síðan rúmir 4 km upp á Úlfarsfell, niður aftur og svo í gegn um mýrar og móa þar til komið var aftur niður á malarveg sem leiddi okkur til baka inn í byggð. Ég hef ekkert hlaupið á þessum slóðum og þekki mig lítið í Mosfellsbæ, þannig að þetta var algert óvissuhlaup þar sem ég vissi aldrei hvað var handan hornsins. Sem var eiginlega bara mjög skemmtilegt.

Flott númer sem ég fékk :-)

Flott númer sem ég fékk 🙂

Það voru held ég eitthvað á milli 25-30 manns sem hlupu þennan legg. Ég var í aftasta hópnum, en þar voru ca 6-8 konur sem fylgdust að miklu leyti að í gegn um hlaupið. Þannig að ég var aldrei ein, alltaf einhver rétt á undan eða rétt á eftir, sem hjálpaði mikið til, því það var satt að segja frekar auðvelt að villast þarna þrátt fyrir veifur og stikur. Veðrið var nokkuð gott, milt og skýjað, en rigndi þó á okkur tvisvar sinnum á leiðinni, í seinna skiptið ansi hressilega.

Ég ákvað að taka ekkert vatn með mér. Fékk mér eitt gel og vatn um hálftíma fyrir hlaup og var svo með eitt gel í vasanum sem ég stefndi á að taka við drykkjarstöð sem átti að vera eftir 8 km. Þegar við vorum komnar um 4 km, rétt áður en við fórum út af stígnum og upp í fjallshlíðina, var starfsmaður hlaupsins við eitt hornið með orkudrykki. Þetta var ekki formleg drykkjarstöð en ég var mjög ánægð að sjá hann þarna og fékk mér 1/2 glas af gatorate. Hjálpaði heilmikið að fá smá orkuskot áður en lagt var af stað upp fjallið. Mér fannst leiðin upp fjallið og niður aftur mjög skemmtileg. Það hægðu auðvitað allir talsvert á sér og löbbuðu rösklega upp brekkuna og niðurleið var heldur ekki hægt að fara mjög hratt yfir þar sem þurfti að passa sig á að detta ekki. Reyndar held ég að hægt sé að þjálfa það upp að fara miklu hraðar niður svona fjallsbrekkur en við fórum, en þá þarf ég að æfa mig talsvert meira í svona tegund af hlaupum. En allavega þá þýddi það að á niðurleið spjallaði ég aðeins við konurnar sem voru nálægast mér. Þegar niður var komið tók við þröngur stígur í gegn um mýri og var svolítið puð að hlaupa þar í gegn. Þegar ég var komin í gegn um mýrina beið loksins drykkjarstöðin og mikið var ég fegin að sjá hana. Var orðin ansi þyrst, dreif gelið fram og gleypi í mig og svolgraði svo í mig tvö vatnsglös og greip með mér lítinn bita af banana. Og þá var bara eftir 3-4 km á greiðfærum vegum og stígum áður en komið var í mark. Reyndar var síðasti kílómetrinn ekki alveg nógu greiðfær, en það var ekki undirlagi að kenna heldur göngufólki á stígum sem var á sunnudagsrölti og að spóka sig um á bæjarhátiðinni sem þetta hlaup var hluti af. Sumir höfðu mjög lítinn áhuga á að hreyfa sig af stígnum þó ég kallaði á undan mér og bæði um að fá að komast framhjá. Ég þurfti bókstaflega að rekast utan í fólk á nokkrum stöðum, meira að segja þegar voru bara 2-3 metrar í mark. Ekkert tillit tekið til hlauparanna. Eitthvað sem mætti gjarnan laga í annars frábæru hlaupi.

Svolítið skítugir skórnir að hlaupi loknu enda þjösnast með þá yfir mýrar og móa.

Svolítið skítugir skórnir að hlaupi loknu enda þjösnast með þá yfir mýrar og móa.

Tíminn…. var næstum því búin að gleyma því. Tíminn var einhvernvegin algjört aukaatriði í þessu hlaupi, enda hafði ég svo sem ekki neitt að miða við. En ég var sem sagt 1.45,59 á leiðinni. Var á 6,00-6,30 hraða fyrstu og síðustu kílómetrana, þegar ég var að skokka eftir götum eða stígum, en mun hægari á miðkaflanum þegar ég var að klöngrast upp á fjallið og niður aftur.

Annars er ágúst búinn að vera frábær hlaupamánuður eftir frekan dapran júlímánuð þegar ég var meira og minna frá vegna hnémeiðslanna. Hljóp samtals 143 kílómetra í mánuðum (það næstlengsta sem ég hef farið á einum mánuði, það lengsta var í maí 2014 þegar ég fór samtals 165 km) og tók þátt í þremur keppnishlaupum (Hreppslaugarhlauði, hálfmaraþoni í RM og Tindahlaupinu í gær). Þannig að margar gleðistundir tengdar hlaupunum í þessum mánuði.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Fjallgöngur, Hlaup, Hreyfing, Keppni. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Tindahlaup í Mósó og uppgjör fyrir ágúst

  1. Ég fæ náttúruhlaupafiðring – held ég verði svolítið á þeim buxunum á næsta ári 😉

  2. Byrjandi sagði:

    Takk fyrir skemmtilegt blogg.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s