Þolinmæði er mantra júlímánaðar

Nú eru liðnar 3 1/2 vika síðan ég meiddi mig í hnéi. Í raun er batinn alveg eftir áætlun…hnéið er örlítið betra dag frá degi. Ég var farin að geta gengið rösklega án nokkurs sársauka eftir tvær vikur og byrjaði að skokka rólega (og varlega) eftir þrjár vikur. En ég hef verið mjög óþolinmóð og pirruð yfir því að geta ekki nýtt sumarfríið til fulls til að njóta hreyfingar.

Ég hef sent reynt að hreyfa mig eitthvað flesta daga. Til að byrja með var það mest sund, en síðan bætti ég röskri göngu við og er búin að gera mér rúmlega tuttugu mínútna styrktaræfingarrútínu sem ég geri samviskusamlega annan hvorn dag. Þar eru inni æfingar bæði fyrir efri hluta og miðju og svo æfingar sem miða sérstaklega að því að styrkja svæðið í kring um liðböndin í hnjánum.

Magaæfingar á pallinum í Furulundi. Mynd: Hrefna Hjálmarsdóttir

Magaæfingar á pallinum í Furulundi. Mynd: Hrefna Hjálmarsdóttir

Um helgina er fjögurra skóga hlaupið í Vaglaskógi sem við Ármann höfum stefnt á. Ætluðum að fara 17 km. Hann heldur sínu striki en ég ætla að láta skemmtiskokkið (4,2 km) duga að þessu sinni. En ég er samt þakklát því að vera a.m.k. aðeins komin af stað aftur að skokka. Fór rólega 4 km á mánudag og aftur á þriðjudag (í gærmorgun). Kældi hnéið vel á eftir og það versnaði ekki við átökin.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hreyfing, Veikindi. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s