Skemmtilegt 10 km hlaup

Sumir hlaupadagar eru skemmtilegri en aðrir og þriðjudagskvöldið 20. maí var alveg sérlega skemmtilegt. Skellti mér í 10 km hlaup í Reykjavík með fimm Flöndrurum og náði að bæta 10 km tímann minn umtalsvert. Hljóp á 61,13 mín sem var framar björtustu vonum. Veðrið var gott (hljóp á stuttermabol) og var bara alveg frábært hlaup.

Hlaupið fór fram í Fossvoginum, tveir hringir, og frekar þægileg braut. Ekki mjög margir þátttakendur, innan við hundrað í heildina og þar af 23 í 10 kílómetra hlaupinu (það var líka hægt að hlaupa 5 km)

Ég vissi fyrir hlaupið að svo framarlega sem ekkert kæmi upp á myndi ég bæta tímann minn frá því í fyrra án mikillar fyrirhafnar (70 mín 31 sek). Ég var hins vegar forvitin að sjá hvort ég gæti kannski líka kroppað í tíma sem ég á frá því ég var þrítug, en árið 2000 hljóp ég 10 km á 64 mín 16 sek í Reykjavíkurmaraþoni. Þorði samt eiginlega ekki að segja það markmið upphátt, en þegar upp var staðið bætti ég þann tíma um rúmar þrjár mínútur. Hafði upphaflega hugsað mér að miða við 6,15 mín í hraða og þá hefði ég átt séns að ná á innan við 64 mínútum ef ég héldi þeim hraða nokkurn veginn út hlaupið… eða hægði a.m.k. ekki mikið á mér síðari hringinn. Vegna þess að hraðinn hefur verið að aukast nokkuð bratt hjá mér síðustu mánuði var ég hins vegar ekki alveg viss um getuna, og ákvað að hlaupa „með hjartanu“ fyrstu 2-3 kílómetrana, þ.e.a.s. hlaupa bara eins og mig langaði án þess að horfa mikið á úrið og ákveða svo í framhaldi af því hvaða hraða ég myndi reyna að halda út hlaupið. Eftir fyrstu 2 kílómetrana var ég með ca 5,50 meðalhraða. Fann að ég þurfti aðeins að hægja á mér, en leið samt nokkuð vel, og ákvað því að reyna að fara ekki mikið yfir 6 mín hraða. Var 30,30 með fyrri hringinn og ekki nema 13 sekúndum lengur með þann síðari, eða 30,43. Er sérstaklega ánægð með að ég hafi náð að halda þetta jöfnum hraða, þrátt fyrir að fara hraðar af stað en ég ætlaði mér í upphafi. Og var bara ágæt eftir hlaupið. Þreytt en alls ekki neitt alveg búin á því.

Ég var ekki sú eina sem átti gott hlaup því að allir fimm úr Flandra sem tóku þátt í hlaupinu bættu tímana sína. Við vorum því ansi sæl með okkur eftir hlaupið.

Hlaupafélagar úr Flandra: Stefán, ég, Gunnar, Gitta og Haukur. Myndin er fengin að láni frá Stefáni Gíslasyni en Hrönn Guðmundsdóttir tók myndina fyrir okkur.

Hlaupafélagar úr Flandra: Stefán, ég, Gunnar, Gitta og Haukur. Myndin er fengin að láni frá Stefáni Gíslasyni en Hrönn Guðmundsdóttir tók myndina fyrir okkur.

Eftir hlaupið var farið í pottinn í Vesturbæjarlaug og svo stoppað á Subway áður en við brunuðum aftur í Borgarnes.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Keppni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s