Allt að gerast í hlaupunum….

Ég hef ekki verið neitt sérlega dugleg að blogga undanfarið, en þeim mun duglegri að hlaupa 🙂 Hefur gengið ljómandi vel í apríl. Bætti 5 km tímann minn aftur, og fór að þessu sinni í fyrsta sinn undir 30 mínútum. Þetta var í fyrradag, þegar ég hljóp 5 km í ÍR víðavangshlaupinu á 29,39 mín. Það er gaman að finna svona miklar framfarir og finna að líkaminn ræður við meira hraða og álag. Stór hluti árangursins tengist því að ég hef lést um tíu kíló síðan um áramót, en ég er líka búin að hlaupa og hreyfa mig meira síðustu mánuði en t.d. á sama tíma og í fyrra… þannig að þetta er einhver blanda af ástundum í hlaupunum sjálfum og því að næringin er betri en áður… og auðvitað minna að bera.

Ég fór til Finnlands í vikuferðalag fyrir vinnuna um miðjan mánuðinn og komst tvisvar út að hlaupa í Helsinki. Þessar mynd eru tekin þar:

Skokktúr í Helsinki í apríl 2014

Skokktúr í Helsinki í apríl 2014

 

Annars er líka búið að vera svakalega gaman hjá okkur í Flandra undanfarið. Vorum með vetrarslútt um daginn og afhentum um leið nýju hlaupajakkana sem við vorum að panta. Svo eru keppnishlaupin farin að detta inn og næsta stóra verkefnið framundan í hlaupunum er að hlaupa hálft maraþon á Mývatni þann 7. júní næstkomandi. Ætlum að fara stór hópur úr Borgarnesi og ég orðin mjög spennt fyrir þessari ferð.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s