Mars er „met“mánuður :-)

Mars er búinn að vera alveg frábær hlaupamánuður. Í fyrsta lagi þá bætti ég metið mitt hvað varðar fjölda kílómetra í mánuði. Er komin upp í 119,4 km í marsmánuði og á enn eftir að mæta á eina hlaupaæfingu áður en mánuðurinn er á enda. Þannig að væntanlega enda ég í ca 125 km fyrir mánuðinn. Fram að þessu var september 2013 sá mánður sem ég hljóp lengst, eða 110 km.

Í öðru lagi þá bætti ég 5 km tímann  minn tvisvar sinnum. Fyrst í Flandraspretti þann 20. mars og svo aftur nú á fimmtudagskvöld, 27. mars, þegar ég tók þátt í 5 km FH-Actavis hlaupi í Hafnarfirði.

Við vorum sjö sem tókum þátt úr Flandra. Rétt fyrir hlaupið snjóaði en svo birti til og var hið besta veður. Sleppti jakkanum og hljóp á peysunni. Leiðin var skemmtileg, meðfram sjónum í Hafnafirði og svo upp aðlíðandi brekku í átt að Hrafnistu. Brautin var að mestu slétt, fyrir utan þessa einu brekku, og því talsvert auðveldari en brautin okkar í Flandrasprettunum. Var alveg sérstaklega skemmtilegt hlaup og mér leið mjög vel allan tímann. Gaman að finna fyrir því að líkaminn ræður við meiri hraða en áður. Tíminn á Garmin úrinu sagði 30,35 þegar ég kom í mark, sem er 1 mín og 19 sekúndna bæting á 5 km tímanum frá því vikunni á undan og nýtt PB 🙂

Yfirlit yfir hlaupið í Garmin.

Yfirlit yfir hlaupið í Garmin.

 

Flandrar sem tóku þátt í hlaupinu ásamt Evu Skarpaas Einarsdóttur, heiðursfélaga í Flandra (mynd fengin að láni frá facebooksíðu Evu)

Flandrar sem tóku þátt í hlaupinu ásamt Evu Skarpaas Einarsdóttur, heiðursfélaga í Flandra (mynd fengin að láni frá facebooksíðu Evu)

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Keppni, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Mars er „met“mánuður :-)

  1. Æði, algjört æði. Þú ert í þvílíkri framför Auður! Til hamingju með flottan árangur 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s