Febrúaruppgjör

Í febrúar skokkaði ég samtals 90,9 km (samanborði við 80,4 km í febrúar 2013). Ég bætti 5 km tímann minn í Flandraspretti mánaðarins. Ég fór einu sinni í sund (synti 600 metra) og tók styrktaræfingu að lágmarki eins sinni í viku (2x í gyminu á Bifröst og 3x heima í stofu). Meðalskrefafjöldi á dag samkvæmt fitbit skrefamæli eru rúmlega 12,100 skref; næstum nákvæmlega sami meðal skrefafjöldi á dag og í janúar.

Þannig að ég er bara á fínu róli hreyfingarlega séð og matarræðið hefur einnig verið í góðum farvegi það sem af er árinu 2014.

Ég prófaði þrjár nýjar uppskriftir úr Heilsudrykkir Hildar í febrúar:

9. febrúar – Berjabomba (bls. 103)

Þessi drykkur fannst mér ekkert spes. Bragðdaufur og eiginlega bara vondur. Það eru í honum möndlur, hindber, bláber og avókadó. Allt saman fínar fæðutegundir en samsetningin virkaði ekki.

12. febrúar – Piparmyntu- og súkkulaðidrykkur (bls. 90)

Þessi er algert sælgæti. Ég gerði hann aftur nokkrum dögum seinna. Notaði hann sem uppistöðu í hádegisverði í fyrra skiptið og sem „spari“ millimál síðdegis einn sunnudaginn. Innihald er avókadó, möndlumjólk, banani, chia fræ, kakó, spínat og mynta.

14. febrúar – Brómberja- og myntudrykkur (bls. 67)

Við þennan drykk hef ég skrifað: „Namm, góður :-)“ í bókina. Innihaldið er möndlumjólk, grísk jógúrt, brómber, 1/2 banani og ríflegur skammtur af myntulaufum.

Í heildina, fínasti mánuður. Góð regla og rútína sem verður vonandi mikilvæg inneign fyrir vorið og sumarið þegar ég verð meira á ferðinni.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s