Janúaruppgjör

Fyrsti mánuður ársins liðinn. Ég hljóp samtal 93,3 km þennan mánuð, sem er 12% auking frá því í janúar í fyrra. Ég fór líka 4x í líkamsræktarstöðina á Bifröst þar sem ég hjólaði á þrekhjóli í 15-20 mínútur og lyfti svo lóðum í ca 25-30 mínútur. Er að passa mig á að muna eftir styrktaræfingum, og svo stefni ég á að draga hjólið fram í vor, og þá er ágætt að vera aðeins búin að venja hjólavöðvana við.

Samkvæmt nýja Fitbit skrefamælinum þá var ég að ganga að meðaltali 12.075 skref á dag (inni í því eru öll hlaup og göngur, en ekki þegar ég er að gera aðrar æfingar, eins og að hjóla eða lyfta).

Ég prófaði samtals fimm uppskriftir í bókinni Heilsudrykkir Hildar:

3. janúar: Grænn fyrir lengra komna (blaðsíða 7)

5. janúar: Bláberjaofurdrykkur (blaðsíða 17)

14. janúar: Grænn og vænn (blaðsíða 8)

20. janúar: Græna morgunskrímslið (blaðsíða 13)

26. janúar: Sellerí og ber (blaðsíða 14) – Namm, þessi var ferskur og góður 🙂

Í heildina var þetta ágætismánuður. Gott að komast í góða rútínu aftur eftir jólin (bæði í hreyfingu, mat og í vinnu).

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Janúaruppgjör

  1. Flottur mánuður hjá þér og það er janúar!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s