Fyrsta tímatökuhlaup ársins

Ég tók þátt í Flandraspretti í gær (5 km), sem jafnframt var fyrsta tímatökuhlaupið árið 2014. Ég var alveg ákveðin í að taka þátt til að koma mér almennilega í gang í hlaupunum eftir smá hægagang síðari hluta nóvember og í desember. En ég fór í hlaupið með engar væntingar hvað tíma varðar. Besti tíminn minn í Flandraspretti er rétt tæpar 34 mínútur (33,59 mín) en ég átti satt að segja alveg eins von á að ég yrði 36-37  mínútur á leiðinni núna.

Veðrið var eins og best verður á kosið, 3-4°C og lítill sem enginn vindur. Götur eða gagnstéttir voru auðar svona 90% leiðarinnar en það var enn slæmt svell á tveimur stöðum sem hægði aðeins á mér. Garmininn var með eitthvað vesen þannig að ég hljóp klukkulaus, sem var í raun ágætt, því það hjálpaði mér við það markmið að hafa lítrar áhyggjur af tímanum heldur einbeita mér bara að því að hlaupa og njóta.

Þetta var bara fínt hlaup. Það voru 2-3 konur nálægt mér allt hlaupið og við vorum aðeins að skiptast á að fara fram úr. Ég sá að ég var að hitta hröðustu hlauparana (þegar þeir voru á bakaleið) á svipuðum stað og þegar ég hljóp Flandra í október og þegar upp var staðið var ég ekki nema hálfri mínútu frá besta tímanum mínum eða 34,29 mín. Var með nokkuð jafnt álag allan tímann og leið bara vel. Þannig að ég er sátt.

Annars hefur janúar verið fínn mánuður það sem af er. Hef sett mikinn fókus á matinn, sótt mér ýmsar ráðleggingar og ráðgjöf. Hef m.a. tekið sykur út að mestu og skorið stórlega niður hvað varðar brauð og aðrar hveitiríkar matartegundir. Keypti mér heilsugrill um daginn sem er algjör snilld þegar ég er að elda fyrir bara mig eina. Tekur enga stund og hægt að grilla bæði kjöt/fisk og alls konar grænmeti. Hér fyrir neðan kemur mynd af kvöldmatinum í kvöld: Lax, sæt kartafla, baunastrengjur og niðurskornir tómatar (allt fór í grillið nema tómatarnir sem ég skar niður ferska). Bjó svo til sósu úr 2 msk. grísk jógúrt, 1 tsk. gróft sinnep og safa úr 1/2 lime. Var mjög gott 🙂

Lax_Jan2014

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Matur. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Fyrsta tímatökuhlaup ársins

  1. Sigurður Þ. Magnússon sagði:

    Auður, ég þarf að taka þig til fyrirmyndar varðandi markmiðin í rigerðarsmíðinni, hlaupunum og hreyfingu almennt sem og mataræðinu.

    Sigurður Þ. Magnússon

  2. mmmm girnilegur matur….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s