Markmið fyrir árið 2014

Jæja, þá er komið að því að setja inn markmið fyrir árið 2014:

Hlaupamarkmið:

1. Hlaupa 10 km á innan við 70 mínútum

Fór á 70,30 mín í lok september þannig að það vantar bara herslumuninn.

2. Hlaupa hálfmaraþon á innan við 2.30,00

Hef væntanlega tvö tækifæri til að ná þessum tíma, þar sem ég stefni á hálfmaraþon bæði í Reykjavík í ágúst og í Munchen í október.

3. Hlaupa í heildina 1000 km eða meira á árinu

Náði þessu ekki árið 2013, en þetta hlýtur að koma árið 2014

Aðalhlaupamarkmið sumarsins verður þátttaka í hálfmaraþoni í Munchen þann 12. október nk. Stefni líka ótrauð á að hlaupa aftur 21,1 km í Reykjavíkurmaraþoni í ágúst. Önnur hlaup fá aðeins að ráðast, en ég stefni þó á þátttöku í öllum Flandrasprettunum (5 km hlaup í jan, feb, mars og okt/nóv/des), og vonast til að komast í a.m.k. eitt 10 km hlaup í vor, og svo 10 km í Mývatnsmaraþoni í júní. Vonandi kemst ég líka í einhver óhefðbundin utanvega hlaup í sumar, t.d. fjögurra skóga hlaupið í Vaglaskógi í júlí eða Jökulsárhlaupið í ágúst.

 

Önnur heilsutengd markmið:

1. Prófa allar 50 uppskriftirnar í bókinni „Heilsudrykkir Hildar“

Í fyrra skipulagði ég 30 daga grænbombuáskorun, sem var mjög skemmtilegt, og varð til þess að síðan hafa grænir drykkir verið reglulega á matseðlinum. Mig langar að læra meira um hvernig hægt er að búa til góða og heilsusamlega drykki og datt í hug að þetta gæti verið skemmtileg og hvetjandi leið til þess.

2. Byrja aftur að hjóla

Ég hjólaði allra minna ferða þegar ég bjó í Reykjavík (1999-2004). Fyrsta árið sem ég flutti í Borgarnes hjólaði ég stöku sinnum í vinnuna en síðan 2006 hefur hjólið fengið að rykfalla í geymslunni. Nú stefni ég á að draga það fram og kanna hvort það virkar ekki ennþá. Of langt í vinnunna til að hjóla þangað daglega (31 km hvora leið, meðfram þjóðbraut) en væri samt gaman að prófa það a.m.k. einu sinni. Svo langar mig að finna mér einhverjar skemmtilegar hjólaleiðir í nágrenni Borgarness sem henta vel í dagstúra.

3. Finna skemmtilegar og árangursríkar leiðir til að bæta matarræði

Mér gengur ver að koma matarræði í þann farveg sem ég vil hafa það í en að gera hreyfingu hluta af lífsstíl. Ég þarf eitthvert aðhald og aðstoð, en vil ekki hafa það í formi svipu sem refsar, heldur í einhverju skemmtilegu og uppbyggilegu formi. Boð og bönn virka ekki sérlega vel í þessum efnum og ég held ég sé búin með lífstíðarskammtinn af því að vera með samviskubit yfir því hvað ég borða. Þannig að ég þarf að finna aðrar leiðir. Í lok árs 2013 er ég nokkurnvegin í sömu þyngd og í lok árs 2012, þrátt fyrir alla hreyfinguna. Ég er hraust og heilbrigð og þakklát fyrir það. En til að geta gert allt sem mig langar til í hlaupunum þarf ég að léttast um 10-15 kg.

4. Jóga og styrktaræfingar í hverri viku

Þetta er lykilatriði til að koma í veg fyrir meiðsl í hlaupunum. Jógað er líka svo gott mótvægi við hlaupin og einnig góð leið inn í hugleiðslu, sem er enn annar þáttur sem ég vil gjarnan auka í lífinu.

 

Aðalmarkmið ársins

Hvað sem öllum heilsutengdum markmiðum líður þá er samt annað markmið sem er á toppnum sem aðalmarkmið ársins:

Klára drög að doktorsritgerð fyrir árslok

Þetta verður „pís of keik“ 😉

Sjálfspepp

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Doktorsrannsókn, Hlaup, Hreyfing, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Markmið fyrir árið 2014

  1. Flott markmið mín kæra! Jú ken dú itt!!! 🙂

  2. Þetta er glæsilegt, já það er ekki leiðinlegt ár framundan 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s