Uppgjör fyrir árið 2013

Í desember 2012 skrifaði ég niður hlaupamarkmið fyrir árið 2013. Nú, þegar árið er senn á enda, er við hæfi að skoða hvernig gekk. Ég birti því hér fyrir neðan, annars vegar markmiðin, og hins vegar hvernig gekk að ná þeim.

Markmið 1: Taka þátt í Flandraspretti  nr. 4 (17. janúar),  nr. 5 (21. febrúar) og nr. 6. (21.  mars). Stefni á að bæta 5 km tímann minn frá því í Fossvogshlaupinu sl. ágúst (33,56 mín) í einhverjum af þessum hlaupum.

Ég tók þátt í öllum þremur Flandrasprettum en náði ekki að bæta tímann. Munaði samt bara þremur sekúndum, því ég var 33,59 í marssprettinum. En ég bætti hins vegar 5 km tímann minn í Miðnæturhlaupinu í júní og hljóp þá á 33,28 mín, sem er ca. hálf mínúta í bætinu á árinu.

Markmið 2: Taka þátt í einu eða tveimur 10 km hlaupum í vor og/eða snemmsumars og bæta þá tímann minn frá því í Reykjavíkurmaraþoni sumarið 2011 (76,37 mín).

Ég tók þátt í tveimur 10 km hlaupum, Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins í lok maí og Globeathon hlaupinu í lok september. Bætti tímann minn í bæði skiptin, fór á 73,34 mín í fyrra hlaupinu og 70,31 mín í því síðari; samtals ríflega 6 mínútna bæting á árinu.

Markmið 3: Hlaupa hálfmaraþon (21,1 km) í Reykjavíkurmaraþoni þann 24. ágúst nk. Þetta verður aðal hlaupamarkmið ársins. Mun setja mér tímamarkmið síðar, þegar ég sé hvernig æfingar ganga og hvernig gengur að ná markmiðum 1 og 2

Hljóp hálfmaraþon á 2.41,30. Gekk vel og var gaman. Bara sátt við tímann líka.

Markmið 4: Ná að hlaupa í heildina 1000 km á árinu 2013 (held að þetta sé raunsætt, miðað við að árið 2012 hljóp ég tæpa 700 km, en byrjaði samt ekki að „telja“ fyrr en um miðjan mars og minnkaði svo vegalengdir talsvert í okt/nóv/des vegna meiðsla).

Þetta var kannski erfiðasta markmiðið, og nú, þegar enn eru fimm dagar eftir af árinu, er ljóst að það mun ekki nást. Eftir skaflaskokk gærdagsins er ég komin upp í 923,6 kílómetra fyrir árið, og mun því væntanlega enda í ca 930 kílómetrum fyrir árið í heild (geri ráð fyrir að fara einu sinni út að hlaupa um helgina og helst líka á gamlársdag; þannig að það bætast sennilega ca 7-10 kílómetrar við).

Ég er þó ekki ósátt við þessa tölu, er nokkuð nálægt markmiðinu og ýmsar skýringar á því að minna varð um hlaup í nóvember og desember en til stóð (hnémeiðsli, ferðalög og mikill snjór, sem hefur ekki komið í veg fyrir að ég hafi farið út að hlaupa, en hefur þýtt að ég hef farið styttri vegalengdir en ella). Og svo er bara að ná þessu markmiði árið 2014 í staðinn.

Í heildina var þetta gott hlaupaár og margar skemmtilegar minningar sem standa upp úr. Hálfmaraþonið var stór áfangi en einnig standa upp úr sem sérlega skemmtilegar minningar Hamingjuhlaupið í Hólmavík og Fjallahlaup yfir Bíldsárskarð. Þar fór saman, góð hreyfing, falleg náttúru og einstaklega skemmtilegur félagsskapur.

Hlakka til að setja mér markmið fyrir næsta ár og búa til fleiri skemmtilegar hlaupaminningar. Markmiðin fyrir 2014 koma í næsta pistli 🙂

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s