Síðbúinn meistaramánuður – Vika 3

Það gekk á ýmsu viku 3. Tölvan var með vandræði einn daginn, en tókst sem betur fer að laga næsta morgun. Í lok vikunnar fór síðan annað hnéið að stríða mér og ekki alveg ljóst hvað það mun þýða varðandi hreyfingu. En hér kemur yfirlit vegna vikunnar sem var að líða.

Markmið 1: Skrifa eitthvað í ritgerðinni á hverjum virkum degi í mánuðinum.

Föstudagur 15.11 – 0 orð (var búin að ákveða að taka þennan dag fyrir ýmis önnur verkefni sem höfðu safnast upp hjá mér)

Mánudagur 18.11 – 700 orð

Þriðjudagur 19.11 – 710 orð!

Miðvikudagur 20.11 – 527 orð

Fimmtudagur 21.11 – 1409 orð

Samtals: 3346 orð, eða ca 670 orð á dag. Einn góður skrifdagar, þrír sæmilegir og einn dagur sem var nýttur í annað. Heldur færri orð en í vikunum tveimur á undan, en þetta mjakast samt áfram.

Markmið 2: Hlaupa 20-25 km í viku og önnur hreyfing (cross training) 1-2 x í viku.

Föstudagur 15.11 – Hvíld

Laugardagur 16.11 – Hlaup (10 km)

Sunnudagur 17.11 – Skriðsund (750 metrar)

Mánudagur 18.11 – Hlaup (5 km)

Þriðjudagur 19.11 – Hvíld

Miðvikudagur 20.11 – Hlaup (5 km)

Fimmtudagur 21.11 – Hvíld

Skokkaði samtals 20 kílómetra og einu sinni í sund. Sleppti jógatímanum á fimmtudegi og var í staðinn lengi í vinnunni (besti skrifdagurinn sem ég náði). En ánægð að ég hélt áætlun varðandi hlaupin þrátt fyrir frost, snjó og dimmu 🙂

Markmið 3: Elda einhvern nýjan rétt í kvöldmat öll sunnudagskvöld

Eldaði grænmetislasagne fyrir mig og Siggu frænku (m+p voru í kvöldmat annars staðar). Var nóg fyrir okkur tvær, og afgangar sem nýttust sem nesti í vinnuna bæði á mánudag og þriðjudag og í kvöldmat á mánudeginum. Þetta var reyndar ekki nýr réttur, en aðeins önnur útfærsla en  oftast.

Markmið 4: Klára það sem ég er að prjóna núna fyrir jól

Búin að prjóna sjálfa slána og dreif mig að kaupa tölur og flís sem ég ætla að setja inn í sem hálfgert fóður. Er núna að hekla borðann í kring, sem mun sennilega taka 1-2 vikur. Allt á ætlun hvað þetta markmið varðar.

Í heildina þá er ég nokkuð ánægð með vikuna, sérstaklega hlaupin og það að ég haldi enn haus í skrifunum. Hef núna setið við alla virka daga í rúmar fjórar vikur, og finn að ég er aðeins farin að þreytast og langar að hvíla mig á þessu verkefni og sinna öðru…. en það er samt ein heil skrifvika eftir, og svo nokkrir dagar til að undirbúa fyrirlestur + kennsluáætlun fyrir vorönn, áður en ég fer í ferðina til Alaska.

Hvað hreyfingu varðar, þá þarf ég að endurskoða markmiðin þar. Fékk sáran sting í hné, alveg upp úr þurru, í morgun þegar ég var að ganga niður stiga. Ágerðist og var svo slæmt að ég gat varla gengið og þorði því ekki öðru en að láta kíkja á fótinn. Sennilega ekkert alvarlegt, en var ráðlagt að hvíla fótinn í viku, og sjá svo til. Þannig að engin hlaup næstu daga.

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s