Síðbúinn meistaramánuður – Vika 2

Vika 2 var heldur skrykkjótari en vika 1.

Markmið 1: Skrifa eitthvað í ritgerðinni á hverjum virkum degi í mánuðinum.

Föstudagur 8.11 – 1657 orð

Mánudagur 11.11 – 495 orð

Þriðjudagur 12.11 – 0 orð!

Miðvikudagur 13.11 – 582 orð

Fimmtudagur 14.11 – 1091 orð

Samtals: 3825 orð, eða ca 765 orð á dag. Tveir góðir skrifdagar, tveir sem rétt lafa í því að vera sæmilegir og einn dagur sem ég skrifaði bara ekki neitt. Það var kafli í ritgerðini sem vafðist talsvert fyrir mér, og skýrir það ritstífluna á þriðjudag. Svo nálgaðist ég þetta bara eins og mjög bratta brekku, lötraði áfram skref fyrir skref á miðvikudeginum og var svo komin yfir versta hjallan og aftur á gott skrið á fimmtudegi. Og í heildina náði ég reyndar örlítið fleiri orðum en vikuna á undan.

Markmið 2: Hlaupa 20-25 km í viku og önnur hreyfing (cross training) 1-2 x í viku.

Föstudagur 1.11 – Hvíld

Laugardagur 2.11 – Hlaup (10 km)

Sunnudagur 3.11 – Skriðsund (300 metrar)

Mánudagur 4.11 – Hlaup; brekkusprettir (4 km)

Þriðjudagur 5.11 – Skriðsund (400 metrar)

Miðvikudagur 6.11 – Hvíld (labbaði í vinnuna)

Fimmtudagur 7.11 – Hot Yoga (75 mínútur)

Skokkaði samtals 14 kílómetra og þrisvar sinnum önnur hreyfing. Sleppti hlaupaæfingu á miðvikudag vegna þess að ég var í litlu stuði auk þess sem að var talsvert mikið af nýföllnum snjó. Skal viðurkennast að ég er orðin aðeins leið á þessu vetrarveðri. En jógatíminn í gær var dásamlegur og dró mig aðeins upp úr vetrardrunganum.

Markmið 3: Elda einhvern nýjan rétt í kvöldmat öll sunnudagskvöld

Eldaði kjúklinga quesadellas á sunnudagskvöld. Þó ég segi sjálf frá var rétturinn bara ansi góður. Heimagert guacamoli með.

Markmið 4: Klára það sem ég er að prjóna núna fyrir jól

Hef haldið mig ágætlega við efnið. Styttist í að ég fari að byrja á kraganum.

Í heildina þá gerði ég ýmislegt þessa vikuna og hélt mig við markmiðin, en mér fannst ég samt ekki vera í almennilegum takti, serstaklega um miðbik vikunnar. Nóvember er hálfnaður og best að spíta í lófana og taka síðari hluta mánaðarins með stæl 🙂

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Síðbúinn meistaramánuður – Vika 2

  1. Skil vel þetta með að halda takti í hreyfingunni þegar veturinn hellist yfir, þarf virkilega að halda mig við efnið en ég er með viðbúnaðarplan en það er að fara í spinning tvo morgna í viku (spinning með jógaívafi hjá Erlu). Gangi þér vel með þetta 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s