Síðbúin meistaramánuður – Vika 1

Það gekk vel að halda sig við efnið í fyrstu viku nóvember.

Markmið 1: Skrifa eitthvað í ritgerðinni á hverjum virkum degi í mánuðinum.

Föstudagur 1.11 – 610 orð

Mánudagur 4.11 – 375 orð

Þriðjudagur 5.11 – 884 orð

Miðvikudagur 6.11 – 1073 orð

Fimmtudagur 7.11 – 756 orð

Samtals: 3698 orð, eða ca 740 orð á dag. Einn skrifdagur undir 500 orðum, einn yfir 1000 orðum, þannig að í heildina nokkuð gott. Nú væri gaman að ná 4000 orðum í næstu viku 🙂

Markmið 2: Hlaupa 20-25 km í viku og önnur hreyfing (cross training) 1-2 x í viku.

Föstudagur 1.11 – Hvíld

Laugardagur 2.11 – Hlaup (10 km)

Sunnudagur 3.11 – Skriðsund (1000 metrar)

Mánudagur 4.11 – Hlaup (6 km)

Þriðjudagur 5.11 – Hvíld

Miðvikudagur 6.11 – Hlaup (6 km)

Fimmtudagur 7.11 – Hot Yoga (75 mínútur)

 

Skokkaði samtals 22 kílómetra og tvisvar sinnum önnur hreyfing. Fullt hús 🙂

Markmið 3: Elda einhvern nýjan rétt í kvöldmat öll sunnudagskvöld

Eldaði sjávarréttapasta (pasta úr  heilhveitispelti, rækjur, reyktur lax ofl.). Dugði í kvöldmat fyrir okkur þrjú á sunnudagskvöld og í hádegismat fyrir mig í vinnuna á mánudag og þriðjudag.

Markmið 4: Klára það sem ég er að prjóna núna fyrir jól

Hef prjónað eitthvað smá flest kvöld. Allt á áætlun.

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s