Síðbúinn meistaramánuður

Október var mánuður þar sem ég var á þeytingi, bæði á milli landshluta og milli landa. Ég lét því meistaramánuð fram hjá mér fara og setti mér engin sérstök markmið fyrir mánuðinn, annað en að sinna því sem var á dagskrá. En ég var með það bak við eyrað að velja mér frekar nóvembermánuð til að setja mér markmið sem snúa að því að skerpa á aga og rútínu. Nóvember er nefnilega tilvalinn til þess, þar sem ég verð á sama stað allan mánuðinn, og verð að vinna að verkefni sem krefst einmitt aga, úthalds og góðrar rútínu (doktorsritgerðarskrif).

Þannig að  hér koma markmiðin:

Markmið 1: Skrifa eitthvað í ritgerðinni á hverjum virkum degi í mánuðinum.

Af öllum markmiðunum er þetta það mikilvægasta. Það skiptir mig miklu máli að ná að nýta þetta fimm mánaða leyfi sem best, þannig að ég hafi náð að komast vel áfram í doktorsverkefninu þegar leyfinu lýkur um áramót. Ágústmánuður fór að miklu leyti í að koma mér af stað og ná inn nokkrum viðtölum. Í september kláraði ég að afrita þau viðtöl sem ég var komin með og safnaði og fór í gegn um umtalsvert magn annarra gagna (ræður, umræður á Alþingi, í fjölmiðlum og ýmis stefnumarkandi skjöl). Október fór í fyrirlestra, utanlandsferð, náði tveimur viðtölum í viðbót ofl. Desember mun að einhverju leyti líka fara í ferðalög, undirbúning fyrir kennslu vorannar og svo auðvitað jólastúss. Þannig að nóvember er „stóri“ skrifmánuðurinn. Ég ætla að reyna að halda áfram jafnt og þétt, með því að skrifa alltaf eitthvað á hverjum degi og er búin að setja eftirfarandi viðmið:

Reyna að skrifa a.m.k. 500-1000 orð á hverjum degi. Ef ég næ yfir 1000 orðum þá skilgreinist það sem „góður“ skrifdagur, ef ég er á bilinu 500-1000 orð, þá er það „meðal“ skrifdagur, og ef ég er undir 500 orðum þá er það „slakur“ skrifdagur. Er spennt að sjá hvernig þessi aðferð virkar á mig…. hvort hún virkar sem jákvæður hvati og geri mig kappsama, eða verði of heftandi (ef svo er finn ég einhverja aðra aðferð til að halda mig við efnið).

Markmið 2: Hlaupa 20-25 km í viku og önnur hreyfing (cross training) 1-2 x í viku.

Um þetta markmið þarf kannski ekkert mikið að segja. Á svipuðum nótum og hefur verið hjá mér undanfarna mánuði. Það eru engin markmið varðandi þátttöku í hlaupum í þessum mánuði, heldur meira að halda mér við efnið og ná inn nógu mörgum kílómetrum til að eiga séns í 1000 km markmiðið fyrir árið (sjá síðastu færslu). Stefni að því að mæta á Eyrarskokksæfingar á mánudögum og miðvikudögum, fara í langt hlaup á laugardögum, Hot Yoga á fimmtudögum og reyna svo að ná annað hvort einni sundferð (t.d. á sunnudagsmorgnun), eða einum Hot Yoga tíma í viðbót í hverri viku.

 

Markmið 3: Elda einhvern nýjan rétt í kvöldmat öll sunnudagskvöld

Það er svo sjaldan sem ég elda fyrir aðra en sjálfa mig, þannig að gaman að nýta tækifærið á meðan ég bý tímabundið í foreldrahúsum, og prófa sig áfram í eldhúsinu.

Markmið 4: Klára það sem ég er að prjóna núna fyrir jól

Smitaðist af mömmu, sem er alltaf með eitthvað á prjónunum, og keypti mér garn í brúna slá. Er komin vel á veg og stefni á að klára fyrir jól. Róandi að sitja í 1-2 tíma á kvöldin og prjóna og fer ágætlega saman með skrifum og skokki.

Sem sagt: Nóvember verður mánuður þar sem einfaldur lífsstíll, agi og skipulag verður í fyrirrúmi. Samt ekki þannig að ég ætli að vera með svipuna á sjálfri mér, heldur frekar að njóta þess að vera í góðum takti og skipulagðri rútínu.

Á hverjum föstudegi stefni ég að því að setja inn á bloggið hvernig vikan á undan gekk.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Doktorsrannsókn, Hreyfing, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s