Októberuppgjör

Októbermánuður var heldur skrikkjóttur hvað hreyfingu varðar. Fór ágætlega af stað, og endaði ágætlega, en miðjan var heldur endasleppt. Fyrstu viku mánaðarins var ég heima í Borgarnesi, og fór þá á Flandraæfingar, en síðan var ég í tíu daga ferðalagi erlendis (Tromsö og Brussel) og þá var hreyfingin óskipulagðari.

Ég kom aftur aftur norður 24. október og er búin að vera í ágætis rútínu síðustu viku. Fór í langt (12 km) hlaup síðustu helgi, fór á eina Eyrarskokksæfingu, tvisvar sinnum í Hot Yoga, einu sinni í sund, og dreif mig meira að segja út að skokka á miðvikudag, þegar hafði snjóað allan daginn og því þykkt lag af nýföllnum snjó á öllum gagnstéttum.

Að sópa stéttina í Furulundinum eftir hlaupatúr dagsins.

Að sópa stéttina í Furulundinum eftir hlaupatúr dagsins.

En þrátt fyrir góða byrjun og hressilegan endasprett, var heildarkílómetratalan í lægri kantinum, sem þýðir að markmiðið um að hlaupa 1000 km á árinu er í hættu. Nú, í lok október, er ég komin upp í samtals 824 km. Til að ná 1000 km þyrfti ég því að ná að skokka 176 km í nóvember og desember, eða 88 km í hvorum mánuði fyrir sig. Það ætti í sjálfu sér ekki að vera neitt mikið mál, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í desember fer ég aftur til útlanda og verð í ca 10 daga. Það verður frekar langt og mikið ferðalag, gist á hótelum hér og þar, og því alls óvíst hvort ég muni ná að flétta hlaupatúra inn í dagskrána. Nú er líka kominn vetur á Akureyri og ég átta mig ekki alveg á því hvort það muni setja strik í reikninginn varðandi það að komast út að hlaupa. En ég gefst samt ekkert upp strax. Reyni að ná góðum nóvembermánuði, og kannski gæti það verið skemmtileg áskorun að nýta tímabilið frá 20.-31. desember í að ná góðri skokksyrpu…. fara kannski bara út að skokka flesta daga í jóla- og áramótafríi og synda þannig á móti þeim samfélagsstraumi sem segir manni að þessa daga eigi maður helst að borða og liggja á meltunni þar til maður er búinn að éta á sig gat… og fara svo í átak í janúar!

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Októberuppgjör

  1. Ég held að það sé margt vitlausara en að skora á sjálfan sig hreyfingarlega séð 20.-31. des. Ég staldraði allavega við þegar ég las þetta og hugsaði með mér „já af hverju ekki??“ 😉 Ætli maður geti ekki fundið 10 daga hlaupaáskorun einhversstaðar á netinu?

  2. Förum í það saman 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s