Fínasti Flandrasprettur

Fyrsti Flandrasprettur vetrarins var í gær, fimmtudaginn 17. okt. Ég var aðeins fúl með tímann minn, en það var samt mjög gaman að taka þátt, fínasta veður (4-5°C, þurrt og næstum logn), og skemmtileg stemmning. Var talsvert af fólki sem mætti sem hefur ekki komið áður og talsvert af sterkum hlaupurum. Brautarmet voru slegin bæði í karla- og kvennaflokki.

Ekki það að ég sé mikið að spá í brautarmet sjálf. Held bara áfram að hlaupa á mínum hraða og verð ægilega glöð ef mér tekst að bæta mig pínulítið frá því síðast. Sem ég hélt nú eiginlega að ég myndi gera núna, þar sem það hefur ekki verið Flandrasprettur síðan í mars, og ég átti ágætis hlaupasumar. Ég hafði reyndar lítið hlaupið vikurnar tvær á undan (fór tvisvar sinnum í rólegt 4,5 km skokk í Tromsö og svo ekki neitt í heila viku áður en hlaupi var), en mér fannst ég samt í ágætu stuði í upphituninni á undan. En svo æddi ég af stað, og fór allt of hratt upp fyrstu brekkuna. Fattaði það þegar ég var komin upp og fann að ég var eiginlega alveg sprungin…. og þessi „brekkusprettur“ sat í mér allt hlaupið. Ég kom í mark á 34,08 (9 sekúndum lengur en í Flandraspretti í mars) og var alveg dauðþreytt á eftir. Var með þreytuverki allt kvöldið. Hef verið að hlaupa 5 km á vel innan við 34 mínútum í æfingarhlaupum í september fyrir norðan, og hefði átt að geta bætt tímann minn eitthvað, en þessi bjánalega byrjun skemmdi fyrir. En lærdómsríkt og fer í reynslubankann 🙂

Þó ég hafi ekki verið ánægð með tímann, breytti það engu um að mér fannst hlaupið skemmtilegt, gott að taka svolítið á eftir hreyfingarleysi vikuna á undan, og alltaf gaman að fara í pottinn eftir Flandrasprett, slaka aðeins á og spjalla við hlaupara, bæði Flandrara og hina sem koma lengra að. Í gær var síðan starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar svo elskulegt að það kom út með kaffikönnu og pappamál þannig að við gátum fengið okkur kaffi í pottinum. Þau fengu alveg fullt af prikum fyrir það 🙂

Ég mun væntanlega ekki komast í nóvembersprettinn, þar sem ég verð fyrir norðan þá, en kannski í desember. Aðal hlaupamarkmiðið það sem eftir lifir árs er hins vegar að ná upp í 1000 km yfir árið (eitt af þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir árið 2013…. er búin að ná öllum hinum þannig að bara þetta eftir). Ég er komin upp í 788 km og 2 1/2 mánuður eftir af árinu. Þannig að það er alveg möguleiki að þetta hafist, en mun samt verða smá strembið, sérstaklega af því ég fer hugsanlega í ferðalag tvær vikur í desember. Ætti að halda mér við efnið yfir jólin 😉

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Keppni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s