Ég hljóp samtals 110 km í september sem er nokkrum kílómetrum lengra en ég fór í júlí og því nýtt met hvað varðar vegalengd á mánuði 🙂 Hljóp samtals 15 daga af 30 og hreyfði mig auk þess eitthvað sex daga í viðbót (2x í sund; 750 metrar í hvert sinn / 3x í 75 mínútna hot yoga og 1x í 45 mínútna Tæbó). Þannig að september var fínn mánuður hvað varðar hreyfingu. Matarræðið var líka betra en oft áður.
Í október verð ég mun meira á ferðinni en raunin var í september, og því áskorun að halda sig við efnið. En ég mun gera mitt besta 🙂
Flott hjá þér 🙂 Og þú rúllar októbermánuði upp mín kæra 🙂