„Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar“

Fyryrsögn er tilvísun í undirtitil bókarinnar Máttur viljans eftir Guðna Gunnarsson. Síðustu 1-2 vikur hef ég verið að hugsa mikið um matarræði. Ástæðan er í raun aðallega sú að ég hef haft tíma. Ég er í leyfi frá vinnunni minni fram að áramótum, og jafnvel þó ég sitji við í 7-8 klukkutíma alla virka daga og vinni í doktorsrannsókninni, þá er tilveran samt mun rólegri og streituminni en hún hefur verið undanfarin misseri.

Eg er að njóta þess til hins ýtrasta, og eitt af því sem ég hef verið að gera er sem sagt að pæla í matarræðinu. Ekki með neinum látum og ekki með nein stór áform um að umbylta öllu, heldur frekar út frá  einlægri löngun að finna leiðir til að nærri líkamann á sem bestan og heilbrigðastan hátt. Hef mikið verið að lesa mér til um hreint matarræði (clean eating), og aðeins verið að prófa mig áfram með að prófa eitthvað nýtt, og þá helst með það í huga að finna bragðgóða valkosti sem komi í staðinn fyrir brauð og mjög hveitiríka fæðu.

Hreyfing hefur gengið vel það sem af er september. Búin að skokka ca 50 km fyrri hluta mánaðar og tvisvar farið í sund og synti 750 metra í hvort sinn. Dvel á Akureyri í þessum mánuði og gaman að nýta sér allar skemmtilegu hlaupaleiðirnar sem hér eru. Í vikunni herti ég upp hugann og mætti á æfingu hjá hlaupahópi í bænum. Ætla að reyna að mæta hjá þeim á mánudögum og miðvikudögum þessar vikur sem ég verð fyrir norðan.

Það er eitthvað að gerast með hraðann hjá mér í hlaupunum. Er farin að skokka hraðar, og var t.d. um helgina ca sex mínútum fljótari með sama 12 km hring og ég fór í maí, án þess að ég væri eitthvað sérstaklega að flýta mér. Var á svipuðum meðalhraða og í 10 km Krabbameinshlaupinu í vor, þó þetta væri rólegt helgarhlaup þar sem ég var alls ekki neitt að reyna að pína mig. Stefni á að taka þátt í 10 km hlaupi í Reykjavík þann 5. okt nk og vonast til að ég nái að bæta 10 km tímann minn þá um 3-4 mínútur 🙂

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við „Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar“

  1. Ég er ekkert hissa á að þú finnir mun á hraðanum, þú ert búin að leggja inn fyrir þessu með góðri ástundun í sumar 😉 Haltu áfram Auður, hlakka til að sjá þig hér sunnan heiða í október 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s