Hreyfing í ágúst

Þrátt fyrir hálfmaraþonið skokkaði ég ekki nema rétt rúma 60 km í ágúst (62 km). Þetta er talsvert minna en í maí, júní og júlí, þegar ég var að skokka um 100 km í hverjum mánuði. Aðalástæðan er sú að fyrstu vikuna í ágúst var ég í fjallgöngu, og í kjölfarið hvíldi ég í viku til að ná úr mér bólgum sem ég fékk í göngunni. En var samt í ágætum málum hreyfingarlega séð, ef ég legg saman skokkið og fjallgönguna. Var líka nokkuð dugleg í jóga í þessum mánuði, og nýtti mér það oft eftir stutt hlaup að gera nokkrar jógaæfingar, bæði styrktaræfingar og teygjur.

Finn að það er aðeins erfitt að halda sig við efnið nú eftir að hálfmaraþonið er búið. Var búin að stefna að því sem aðalmarkmiði í  nokkra mánuði og því ákveðið tómarúm í kjölfarið. En mig langar að halda áfram. Þarf að finna mér ný og skemmtileg markmið. Enn er 1-2 mánuðir þar til snjór og dimma fer að trufla að ráði, og þar sem ég verð talsvert norður á Akureyri í haust hlakka ég til að geta nýtt mér skemmtilegar hlaupaleiðir þar.

Það lengsta sem ég hef farið á einum mánuði eru 105 km (í júlí). Væri gaman að toppa það í september og reyna að ná 110 km á einum mánuði. Í október stefnir ég svo á eitt 10 km hlaup í Reykjavík 5. okt og svo á 5 km Flandrasprett þann 17. október.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Hreyfing í ágúst

  1. Hlakka til að fá þig í „heimsókn“ í Borgarnes 😉 Gangi þér vel fyrir norðan 🙂

Skildu eftir svar við Sigríður Júlía Hætta við svar