Jákvæðar og neikvæðar hugsanir

Ætlaði ekki að nenna….en dreif mig út í stuttan Hrafnaklettshring (2,43 km hér í hverfinu). Skokka þennan hring af og til. Hef oft notað,hann þegar ég er að koma mér af stað eftir hlé, og eins til að taka tímann á mér, til að fylgjast með framförum. Þegar ég loks dreif mig af stað var ég í ágætu stuði. Yndislegt milt sumarkvöld.

Besti tíminn minn þennan hring árið 2012 var 17,04 (um miðjan september, stuttu áður en ég tognaði). Bætti þann tíma í mars á þessu ári þegar ég var 16,16 mín með hringinn en núna bætti ég tímann enn meira, og var 15,39 mín. Síðustu ca 400 metrarnir í þessum hring eru upp á móti og því andlega erfiðir þegar maður er þreyttur. Þar sem ég hafði farið rösklega var ég orðin svolítið lúin en náði að halda góðum hraða ekki síst vegna þess að ég fyllti hugann af góðum, jákvæðum og hvetjandi hugsunum. Virkilega trúði því að ég ætti innistæðu fyrir góðri bætingu.

Strax og ég var búin var ég hinsvegar aðeins hissa. Einn minn helsti dragbítur í skokkinu er að ég dragnast enn með allt of mikla umframþyngd. Og þó að gangi vel að halda mig við efnid hvað hreyfingu varðar, hreyfist viktin hægt niður á við. Undanfarið hefur hún verið alveg stopp. Og ég fór að pirra mig á þessu… Nokkrum sekúndum eftir að ég stoppaði klukkuna og sá að ég hafði bætt tímann um 37 sekúndur var ég í heljarinnar niðurrifsstarfsemi í huganum. Í stað þess að vera glöð og gefa sjálfri mér smá klapp á bakið var hugurinn upp fullur af neikvæðum hugsunum. Þegar ég greip þessar hugsanir stoppaði ég mig af. Leyfði mér að njóta þess að hafa átt hressilegan og skemmtilegan hlaupatúr. En það magnað hvað getur verið stutt í niðurrifið og sjálfsgagnrýnina. Ég ætla að æfa mig í því á næstu dögum að hugsa fallega til sjálfrar mín. Þá verður líka svo miklu auðveldara að yfirfæra jákvæðar hugsanir á annað í lífinu. Lífið er allt of stutt til að eyða tíma í óþarfa leiðindi 🙂

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s