21,1 km í fyrsta sinn…

Eitthvað fannst mér óþægilegt að vera búin að skrá mig í hálfmaraþon án þess að hafa nokkurntíman farið þá vegalengd. Þannig að í dag dreif ég mig 21,1 km. Tók mig 3 klukkutíma, fjórar mínútur og sextán sekúndur (3.04,16) eða ca 8,44 mín per km.

Leiðin sem ég fór var frá Hrafnakletti og síðan svokallaðan Háfslækjarhring. Sá hringur liggur upp í Einkunnir, og síðan hestastíg til hægri alla leið að Langá. Síðan er skokkað eftir malarveginum meðfram Langá þar til komið er að aðalveginum (vegurinn sem liggur frá hringtorgi og í átt að Snæfellsnesi) og aðalvegurinn tekinn til baka í Borgarnes. Ég tók með mér tvö gel sem ég tók eftir 7 km og 14 km, og tæplega líter af vatni (400 ml í vatnsbelti og hálfur líter í flösku sem ég hélt á).

Skokkið gekk ágætlega framan af. Fór rólega af stað og var tæplega 1,25 mín með fyrstu 10 km. Eftir tíu km var ég einmitt að klára hestastíginn og komin upp á veginn meðfram Langá. Þá fannst mér ég eiga nóg eftir og eiginlega leið mér best vegalengdina frá 10 km – 13,5 km. Um það leyti sem ég var að koma að aðalveginum lenti í smá klandri við að reyna að fylgja stígum meðfram veginum frekar en skokka á sjálfum aðalveginum. Tók rangan afleggjara, sem var botnlangi og endaði við bústað, og var smá tíma að finna út úr því. Það voru eiginlega nærri tæpir tveir kílómetrar sem fóru í þennan rugling, og þar sem þarna var talsvert af brekkum, var ekki mikið skokkað þennan hluta. Enda var ég lengst með vegalengdina 10-15 km, jafnvel þó að fyrri hlutann af þessum legg hafi ég skokkað heldur hraðar en rest. Hefur sjálfsagt tafið mig um ca. fimm mínútur í heildina.

Eftir rúma 15 km var ég komin á aðalvegin og bein og breið braut framundan. En þarna var ég farin að finna talsvert fyrir þreytu. Skokkaði samt að mestu fram til 17 km, labbaði smá, skokkaði meira… og þannig gekk það eiginlega þar til ég var komin í 21,1 km. Var virkilega að reyna á mörkin mín þessa síðustu 7 kílómetra. En þetta hafðist og ég var rétt rúma þrjá tíma á leiðinni.

Ágætt að hafa þetta til viðmiðunar fyrir hálfmaraþonið í ágúst. Ætti a.m.k. tiltölulega auðveldlega að  ná þeirri vegalengd á innan við þremur tímum, miðað við hvernig gekk í dag, en vil helst vera í kring um 2 klst og 40 mín.

Þegar ég var búin fann ég vel fyrir fótunum. Miklu meira en í fjallaskokkinu fyrir viku síðan, þó ég hafi verið á hreyfingu þá í álíka langan tíma. Fór í ískalt fótabað fyrst, og síðan í heitt bað. Verður fróðlegt að sjá hvort ég fæ einhverja strengi á morgun, og hversu lengi þreytan verður að líða úr mér.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s