Fyrsta skokk eftir flensu

Júlí átti að vera mánuðurinn sem ég hefði nægan tíma til að einbeita mér að hlaupunum. Komin í sumarfrí, og sá mánuður sem veðrið er oftast gott. Það var ekki á áætlun að liggja í flensu í tæpa viku! En slíkt verður víst ekki alltaf viðráðið.

Planið gekk sem sagt ágætlega til að byrja með. Ég fór í sund á mánudegi og fimmtudegi, en út að skokka á þriðjudegi, miðvikudegi og föstudegi. Svo var hvíld á laugardegi, enda mikið um að vera í fjölskyldunni (veisla í tilefni sjötugsafmælis mömmu og gullbrúðkaups pabba og mömmu). Á sunnudag var síðan planið að fara í langt 15-16 km hlaup. Eitthvað var ég skrýtin um morguninn og ákvað að sjá til hvernig mér myndi líða síðar um daginn. Þegar leið daginn var ljóst að þetta var eitthvað meira en þreyta eftir veisluna og ég lögst í flensu. Svaf meira og minna í 2-3 daga. Á miðvikudagskvöldið fór ég í svokallaða Gongheilun í vatni, sem fór þannig fram að við flutum í sundlaug undir gongspilun. Þá var ég farin að hressast, og mér fannst ég algjörlega endurnærð á eftir. Vaknaði í morgun og fann að orkan var komin aftur. Dreif mig út í rólegt 5 km skokk í morgun í rigningarúða en annars mildu veðri. Mikið var það yndislegt.

Þannig að ég er komin aftur af stað og tek upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ekki nema 6-7 vikur í Reykjavíkurmaraþonið.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Veikindi. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s