Uppgjör fyrir júní…

Í júní skokkaði ég samtals 98,8 km. Þar með er heildarkílómetrafjöldi yfir árið kominn upp í 481,4 km. Þannig að ég er tæplega 20 km á „eftir áætlun“ miðað við að árið er hálfnað og ég stefni á að ná að skokka 1000 km á árinu. En næstu 2-3 mánuðir verða vonandi drjúgir, enda þarf ég að gefa svolítið í til að æfa almennilega fyrir hálfmaraþonið í ágúst. Er loks komin í sumarfrí, þannig að nú gefst góður tími til að einbeita sér að hlaupunum.

Auk hlaupanna var ég líka sæmilega dugleg í styrktaræfingum í júní, sérstaklega magaæfingum og að styrkja miðjuna. Eins fór ég í eina 5 klukkutíma fjallgöngu upp á Tungukoll (einn af sjö tindum Hafnarfjalls fjallgarðsins).

Þannig að ég er bara nokkuð sátt við júnímánuð hvað hreyfingu varðar. Kláraði líka 30 daga áskorun í mánuðnum sem sneri að því að drekka einn grænan drykk á dag. Náði að fá mér grænan drykk á hverjum degi 30 daga í röð. Nú eru rúmar tvær vikur síðan áskoruninni lauk. Ég hef ekki haldið áfram að fá mér grænan drykk á hverjum degi, en hef gert mér 2-3 sinnum í viku og held því vonandi áfram.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s