5 km í Miðnæturhlaupi

Eitt af markmiðum ársins var að bæta tímann minn í 5 km hlaupi miðað við tímann sem ég náði í Fossvogshlaupinu í lok ágúst 2012 (þá var ég 33,57 mín). Það tókst ekki í Flandrasprettum vetrarins (var 33,59 mín í síðasta Flandraspretti í mars) en markmiðið náðist í staðinn í Miðnæturhlaupinu í Reykjavík 24. júní sl. þar sem ég hljóp 5 km á 33,28 mín. Var bara ansi ánægð með þennan árangur.

Var líka gaman að taka þátt í sama hlaupi og fyrir nákvæmlega ári síðan og bera saman árangurinn. Í fyrra var ég ca 36,00 mín (reydnar ca 36,30 skv. byssutíma, en 36,00 skv. Garmin úrinu mínu, þar sem voru ekki flögutímar í fyrra). En í ár var ég sem sagt 2 1/2 mínútu fljótari. Mér leið líka betur allt hlaupið, man ég reyndi slatta mikið á mig í fyrra og þóttu brekkurnar sérstaklega erfiðar. Núna var ég mjög snögg að ná mér og fann ekki fyrir hlaupinu daginn eftir. Þannig að æfingar vetursins eru að skila heilmiklu  þó mér þyki bætingin stundum óskaplega hæg.

En þetta var hið skemmtilegasta hlaup og fín stemming. Startið var á aðeins öðrum stað, þar sem gatan var breiðari, og því ekki jafn mikil stífla í upphafi eins og var á síðasta ári í 5 km hlaupinu. Við vorum fimm úr Flandra. Þrjár sem tókum þátt í 5 km hlaupi: Ég, Veronika og Berta (við tókum allar þátt í þessu hlaupi í fyrra líka). Og svo þær Hrafnhildur og Margrét Helga í 10 km. Margrét Helga var að hlaupa 10 km í fyrsta sinn en þær hinar fjórar bættu allar tímana sína, þannig að við voru kátar og glaðar í heita pottinum í Laugardagslaug að hlaupi loknu.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s