15 km…

Í morgun skokkaði ég 15 km. Fór úr Íþróttamiðstöðinni, upp í Einkunnir og aftur til baka. Var rétt rúma tvo tíma á leiðinni, eða 8,08 mín/km pace. Þetta er lengsta hlaupið á þessu ári og miðað við hvað ég var þreytt síðustu 2-3 kílómetranna þá er enn talsvert verk óunnið ef ég ætla að vera í nægjanlega góðu hlaupaformi í lok ágúst til að hlaupa hálfmaraþon og komast sæmilega frá því.

Ég hljóp ein og var í ágætu stuði. Veðrið var gott; 10-11 stiga hiti, smá skýjað og næstum logn. Leið vel eiginlega allt hlaupið nema ég fór að þreytast talsvert síðustu 5 kílómetrana og sérstaklega síðustu 2 km var ég orðin hálf máttlaus. Tók með mér tvo 200 ml vatnsbrúsa og eitt gel, sem ég tók eftir 7,5 km. Sennilega hefði ég alveg mátt við því að taka tvö gel. Ég hafði tekið með mér einn Hámark drykk, til að fá mér strax eftir hlaupið, sem ég var mjög fegin, því ég var bæði mjög þyrst þegar þegar ég komst á leiðarenda og sennilega frekar nálægt því að fá blóðsykursfall því þegar ég fór að teygja byrjaði ég að fá svima. Drakk Hámarksdrykkinn því strax og svo vel af vatni. Fór svo í pottinn á eftir og teygði meira  þar.

Þetta var fínt hlaup og ég var ánægð með hvernig gekk. Er þreytt í löppunum en líður að öðru leyti vel í líkamanum.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s