Skemmtilegt laugardagsskokk…

Suma daga þarf ekkert átak að koma sér af stað í hlaupatúrinn. Þannig var það á laugardaginn. Á föstudagskvöldi ákváðum við Sigga Júlla, hlaupavinkona úr Flandra, að fara í hlaupatúr klukkan hálftíu á laugardagsmorgni, hlaupa 7-8 kílómetra, og síðan í kvennahlaupið á eftir. Ég fann um kvöldið að ég hlakkaði til að vakna næsta dag og drífa mig af stað.

Við keyrðum upp í Einkunnir og skokkuðum þaðan og niður í Íþróttamiðstöð. Þetta var rétt rúmlega 7,5 km leið og við vorum tæplega klukkutíma á leiðinni. Skýjað en hlýtt og fínt veður. Þar dreif Sigga Júlla sig í sund, þar sem hún þurfti að mæta annað klukkan tólf, en ég fór í Kvennahlaupið sem byrjaði 15 mínútúm eftir að við komum. Þannig að ég fékk smá hvíld á milli. Ákvað að fara styttri hringinn, sem er 2,7 kílómetrar, og ætlaði bara að taka því rólega. En ég var í eitthvað svo miklu stuði að ég hljóp rösklega og var á 6,40 mín/km hraða þennan legg (sem er hraðar en ég hef verið að hlaupa 5 km Flandrasprettina). Mjög hressandi og skemmtilegt laugardagsskokk, en ég fann vel fyrir því í fótunum um daginn.

Hér koma tvær myndir:

Í upphafi hlaups...

Í upphafi hlaups…

IMG_0165

Komnar í Íþróttamiðstöðina. 7,5 kílómetrar að baki en sjálft Kvennahlaupið eftir.

Þetta var mjög skemmtilegur laugardagsmorgun og ein af þessum stundum sem ég er þakklát fyrir allt það sem hlaupin hafa gefið mér á síðustu mánuðum.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s