Háfslækjarhringurinn…

Á Uppstigningardag hlupu nokkrir Flandrarar svokallaðan Háfslækjarhring. Hringurinn er rúma 21 km (frá Borgarnesi, upp í Einkunnir, að Langá og meðfram ánni að þjóðveginum og aftur til baka í Borgarnes).

Ég var nýstigin upp úr flensu og ekki í ástandi til að standa í stórræðum, þannig að ég fór ekki með. En þegar ég vaknaði og sá hvaða veðrið var frábært þennan dag ákvað ég að drífa mig og fara á móti hlaupurunum með myndavél.

Ég keyrði upp að Langá, lagði bílnum þar og skokkaði eftir veginum meðfram ánni. Hlaupararnir höfðu lagt af stað í tveimur hollum, nokkrar konur kl. átta og svo stærri hópur kl. níu. Ég hitti fljótlega konurnar sem voru í fyrra hollinu:

Berta og Kristín

Berta og Kristín

 

Sigga Júlla og Verónika

Sigga Júlla og Verónika

Hljóp svo áfram góða stund  þar til ég mætti hlaupurunum sem lögðu af stað kl. níu:

Seinna hollið... þau fóru svo hratt framhjá að ég náði bara mynd aftaná þau.

Seinna hollið… þau fóru svo hratt framhjá að ég náði bara mynd aftaná þau.

Þegar allir hlaupararnir voru komnir framhjá var ég búin að skokka samtals 4 km, með nokkrum stoppum til að taka myndir. Ég skokkaði aftur til baka og náði því samtals 8 km. Ekki langt miðað við hina sem fóru rúmlega 20 kílómetra, en mun lengra en ég hafði talið að ég hefði orku í þennan dag eftir veikindin. En veðrið var bara svo dásamlegt, ég skokkaði rólega og virkilega naut þess. Keyrði svo til baka og stoppaði við Loftorku, þar sem ég náði aftur myndum af flestum hlaupurum þegar þeir áttu bara 2-3 kílómetra eftir.

Kenndi mér hvað er mikilvægt að sitja ekki bara heima og vorkenna sér þegar eitthvað óvænt kemur í veg fyrir að maður geti tekið þátt í einhverju skemmtilegu (í þessu tilviki veikindin), heldur leggja frekar höfuðið í bleyti og reyna að finna sér hlutverk í samræmi við aðstæður. Þetta var virkilega skemmtilegt og ég ekkert smá ánægð að hafa drifið  mig.

 

 

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s