Hálfmaraþon í sumar

Síðustu fjórar vikur hefur heldur hægst um í hlaupunum hjá mér. Síðari hluti ferðalagsins til USA gaf ekki færi á mikilli hreyfingu (þegar ég var á ráðstefnu í San Francisco) og þegar ég kom heim var ég fyrst að glíma við ferðaþreytu, svo mikið álag í vinnunni og nú síðustu daga hefur hálsbólga verið að stríða mér. Ég hef samt alltaf farið eitthvað í hverri viku, en stundum bara 1-2 sinnum, og verið að skokka kannski 10-12 km í viku, í stað 20-25 km.

En nú dugar ekki rólegheitin lengur. Í dag var ég nefnilega að skrá mig í 21,1 km hálfmaraþon sem mun fara fram þann 24. ágúst nk. (sem hluti af Reykjavíkurmaraþoni). Ég hef aldrei farið svona langt áður, þannig að þetta verður heilmikil áskorun, en ég er meira en tilbúin að fara að undirbúa mig undir hana. Þetta þýðir að ég þarf að taka hlaupin föstum tökum næstu 16-17 vikunar og ætla að reyna að finna mér góða áætlun til að fylgja, sem hentar einhverjum sem ætlar þessa vegalengd, án þess þó að ætla að sprengja nein tímamörk. Aðalmarkmiðið er að komast þessa leið með því að hlaupa alla leið, og líða sæmilega á leiðinni. Ég mun örugglega setja mér einhver tímaviðmið þegar nær dregur, en þau munu fara eftir hvernig undirbúningurinn gengur.

Annars er voða gaman hjá okkur í Flandra núna. Auglýstum að nýliðar væru velkomnir og slatti af nýju fólki að mæta á æfingar. Næsta mánudag ætlum við að vera með smá samhristing, til að gera upp veturinn og plana sumarið. Það er frábært hvað félagsskapur sem þessi heldur manni við efnið 🙂

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s